Almenningur móti nýja stjórnarskrá 2. janúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hvatti til þess að sem flestir kæmu að breytingum á stjórnarskránni í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar eftir að hann varð forsætisráðherra. Búist er við að stjórnarskrárnefnd þingflokkanna verði skipuð á allra næstu dögum en Halldór boðaði að kallað yrði eftir sjónarmiðum almennings við samningu nýrrar stjórnarskrár: "Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og niðurstaðan á að endurspegla þjóðarvilja. Því er brýnt að sjónarmið sem flestra komist að við þessa mikilvægu vinnu. Í alþingiskosningum 2007, þegar kosið verður um stjórnarskrárbreytingarnar, eiga sem flestir að geta sagt: Ég hef tekið þátt í að ræða og móta stjórnarskrána." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að stofnuð verði heimasíða og tölvu- og samskiptatækni virkjuð til að auðvelda fólki að kynna sér starf stjórnarskrárnefndar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Halldór Ásgrímsson skýrði einnig frá því að hann hefði sett af stað vinnu til að meta stöðu íslensku fjölskyldunnar: " Það er ekki að ástæðulausu því ýmis teikn eru á lofti um að gömul og gróin fjölskyldugildi séu á undanhaldi með óæskilegum afleiðingum...Við vitum að börn þarfnast umhyggju foreldra sinna og tíma fyrir leik og samræðu. Nútímaþjóðfélagið hefur breytt lífsmynstrinu og í kjölfarið hafa samverustundir fjölskyldunnar tekið breytingum." Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands lagði áherslu á gildi menntunar í nýársávarpi sínu til íslensku þjóðarinnar og skýrði frá því að hann hefði ákveðið að stofna til menntaverðlauna en nú þegar eru afhent útflutnings- og bókmenntaverðlaun sem eru kennd við forsetaembættið: "Það dugir þó skammt að mæla fagurt um gildi menntunar í hátíðaræðum; við verðum að sýna í verki að þjóðin hafi einbeittan vilja í þessum efnum. Það má aldrei aftur henda að fyrstu kynni barna af skólastarfi séu iðjuleysi mánuðum saman vegna deilna þeirra sem ábyrgð bera. Við verðum að skapa... þjóðarsamstöðu um úrvalsskóla, skóla sem eru úrval vegna gæða, aðgangsins sem er öllum opinn, jafnréttisins sem þar ræður ríkjum, úrvalsskóla sem mismuna í engu vegna efnahags foreldranna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hvatti til þess að sem flestir kæmu að breytingum á stjórnarskránni í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar eftir að hann varð forsætisráðherra. Búist er við að stjórnarskrárnefnd þingflokkanna verði skipuð á allra næstu dögum en Halldór boðaði að kallað yrði eftir sjónarmiðum almennings við samningu nýrrar stjórnarskrár: "Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og niðurstaðan á að endurspegla þjóðarvilja. Því er brýnt að sjónarmið sem flestra komist að við þessa mikilvægu vinnu. Í alþingiskosningum 2007, þegar kosið verður um stjórnarskrárbreytingarnar, eiga sem flestir að geta sagt: Ég hef tekið þátt í að ræða og móta stjórnarskrána." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að stofnuð verði heimasíða og tölvu- og samskiptatækni virkjuð til að auðvelda fólki að kynna sér starf stjórnarskrárnefndar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Halldór Ásgrímsson skýrði einnig frá því að hann hefði sett af stað vinnu til að meta stöðu íslensku fjölskyldunnar: " Það er ekki að ástæðulausu því ýmis teikn eru á lofti um að gömul og gróin fjölskyldugildi séu á undanhaldi með óæskilegum afleiðingum...Við vitum að börn þarfnast umhyggju foreldra sinna og tíma fyrir leik og samræðu. Nútímaþjóðfélagið hefur breytt lífsmynstrinu og í kjölfarið hafa samverustundir fjölskyldunnar tekið breytingum." Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands lagði áherslu á gildi menntunar í nýársávarpi sínu til íslensku þjóðarinnar og skýrði frá því að hann hefði ákveðið að stofna til menntaverðlauna en nú þegar eru afhent útflutnings- og bókmenntaverðlaun sem eru kennd við forsetaembættið: "Það dugir þó skammt að mæla fagurt um gildi menntunar í hátíðaræðum; við verðum að sýna í verki að þjóðin hafi einbeittan vilja í þessum efnum. Það má aldrei aftur henda að fyrstu kynni barna af skólastarfi séu iðjuleysi mánuðum saman vegna deilna þeirra sem ábyrgð bera. Við verðum að skapa... þjóðarsamstöðu um úrvalsskóla, skóla sem eru úrval vegna gæða, aðgangsins sem er öllum opinn, jafnréttisins sem þar ræður ríkjum, úrvalsskóla sem mismuna í engu vegna efnahags foreldranna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira