Góður tími til runnaklippinga 28. febrúar 2005 00:01 Nú liggur gróður í dvala og þá er gott að grófklippa limgerðin. Við hittum Guðlaugu Þorsteinsdóttur garðyrkjufræðing að störfum vestur í bæ. Hún átti ýmis góð ráð í pokahorninu. "Það er nauðsynlegt að klippa limgerði bæði að vetri og sumri. Grófklippa að vetrinum en fínklippa á sumrin," eru fyrstu heilræðin hjá Guðlaugu. Hún kveðst klippa sem næst því sem áður hafi verið gert til að halda löguninni en suma víðirunna taki hún alveg niðri við jörð til að láta þá endurnýja sig. "Það er ágætt að gera það svona á tíu ára fresti," segir hún. Guðlaug hefur sinnt starfi garðyrkjufræðings í sex ár. Nú er hún hjá borginni og hefur aðalumsjón með Hljómskálagarðinum og Einarsgarði, milli Hringbrautar og Laufásvegar. En hún og stöllur hennar í sömu stétt hafa samvinnu þegar kemur að grófum klippingum og vestur á Aflagranda var hún þegar við fundum hana. Guðlaug segir misjafnt eftir tegundum hvernig best sé að klippa. Huga verði að þéttleika og ákveða hvernig limgerðið eigi að vera í lögun -- bylgjótt eða beint. "Víðitegundir vaxa yfirleitt hratt svo oft þarf að taka fram klippurnar til að halda honum í skefjum. Mispill vex hins vegar hægt og honum hlífir maður meira. Samt verður að klippa hann vel á hliðunum til að láta hann þétta sig. Kvistir eru yfirleitt snyrtir þannig að dauðar og sverar greinar eru klipptar burt en lögunin er látin halda sér. Maður þarf að þekkja kvistina áður en maður leggur til atlögu við þá til að spilla ekki blómgun því það er misjafnt hvort tegundirnar blómgast á fyrsta eða öðru ári," segir Guðlaug og bendir almenningi á að langöruggast sé að ráðfæra sig við fagfólk áður en farið sé út í klippingar. "Aðgerðir geta bæði verið of og van og oft kemur maður í garða þar sem maður óskar þess að fólk hefði hringt fjórum árum fyrr," segir hún. Bætir svo við að lokum: "Við gerum ekkert kraftaverk á einum vetri. Þetta er stanslaus umhirða allan ársins hring." Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Nú liggur gróður í dvala og þá er gott að grófklippa limgerðin. Við hittum Guðlaugu Þorsteinsdóttur garðyrkjufræðing að störfum vestur í bæ. Hún átti ýmis góð ráð í pokahorninu. "Það er nauðsynlegt að klippa limgerði bæði að vetri og sumri. Grófklippa að vetrinum en fínklippa á sumrin," eru fyrstu heilræðin hjá Guðlaugu. Hún kveðst klippa sem næst því sem áður hafi verið gert til að halda löguninni en suma víðirunna taki hún alveg niðri við jörð til að láta þá endurnýja sig. "Það er ágætt að gera það svona á tíu ára fresti," segir hún. Guðlaug hefur sinnt starfi garðyrkjufræðings í sex ár. Nú er hún hjá borginni og hefur aðalumsjón með Hljómskálagarðinum og Einarsgarði, milli Hringbrautar og Laufásvegar. En hún og stöllur hennar í sömu stétt hafa samvinnu þegar kemur að grófum klippingum og vestur á Aflagranda var hún þegar við fundum hana. Guðlaug segir misjafnt eftir tegundum hvernig best sé að klippa. Huga verði að þéttleika og ákveða hvernig limgerðið eigi að vera í lögun -- bylgjótt eða beint. "Víðitegundir vaxa yfirleitt hratt svo oft þarf að taka fram klippurnar til að halda honum í skefjum. Mispill vex hins vegar hægt og honum hlífir maður meira. Samt verður að klippa hann vel á hliðunum til að láta hann þétta sig. Kvistir eru yfirleitt snyrtir þannig að dauðar og sverar greinar eru klipptar burt en lögunin er látin halda sér. Maður þarf að þekkja kvistina áður en maður leggur til atlögu við þá til að spilla ekki blómgun því það er misjafnt hvort tegundirnar blómgast á fyrsta eða öðru ári," segir Guðlaug og bendir almenningi á að langöruggast sé að ráðfæra sig við fagfólk áður en farið sé út í klippingar. "Aðgerðir geta bæði verið of og van og oft kemur maður í garða þar sem maður óskar þess að fólk hefði hringt fjórum árum fyrr," segir hún. Bætir svo við að lokum: "Við gerum ekkert kraftaverk á einum vetri. Þetta er stanslaus umhirða allan ársins hring."
Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira