Margfalda burðargetu GSM 12. ágúst 2005 00:01 Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Tæknin gerir notendum meðal annars mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s í kerfi Og Vodafone. EDGE styrkir hraðann í GPRS en GPRS (General Packet Radio Service) er viðbót við GSM kerfið og býr yfir allt að því 52 kb/s flutningshraða. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnt kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með EDGE er unnt að veita ýmiss konar þjónustu sem er möguleg í þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Prófanir vegna EDGE eru þegar hafnar og er gert ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun á fjórða ársfjórðungi 2005. EDGE kerfið mun nýtast vel fyrir þær vörur sem eru væntanlegar á þriðja og fjórða ársfjórðungi hjá Og Vodafone. Þá nýtist EDGE einnig vel fyrir þjónustu sem er nú þegar fyrir hendi hjá Og Vodafone. Má þar nefna Mörkin í símann, myndskilaboð (MMS) og niðurhal á leikjum og hringitónum sem berast með öflugri hætti til viðskiptavina með EDGE. Gert er ráð fyrir að EDGE tæknin nái til notenda á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði fyrst um sinn og eru viðskiptavinir hvattir til að kynna sér hvort GSM sími þeirra styðji EDGE. Kostnaður við uppbyggingu á fjarskiptakerfi Og Vodafone vegna EDGE væðingar og tengdra verkefna er áætlaður um 250 milljónir króna. Tæknin mun í senn styrkja núverandi tekjugrunn félagsins og skapa nýja tekjustrauma. "EDGE er mikil bylting fyrir viðskiptavini," segir Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone. "Hér er um að ræða gríðarlega öfluga tækni því hún gefur færi á nýjum þjónustuleiðum til handa viðskiptavinum. Má þar nefna Vodafone Mobile Connect, sem er gagnaflutningskort fyrir fartölvunotendur. Slíkt kort nýtist sérlega vel í GSM/EDGE. Vodafone Mobile Connect er væntanlegt fyrir viðskiptavini í haust. Það hefur nú þegar slegið í gegn víða erlendis. Við vonumst því til þess að EDGE eigi eftir að stuðla að enn breiðara vöruúrvali hjá Og Vodafone og efla burðargetu í GSM kerfinu verulega." Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Tæknin gerir notendum meðal annars mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s í kerfi Og Vodafone. EDGE styrkir hraðann í GPRS en GPRS (General Packet Radio Service) er viðbót við GSM kerfið og býr yfir allt að því 52 kb/s flutningshraða. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnt kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með EDGE er unnt að veita ýmiss konar þjónustu sem er möguleg í þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Prófanir vegna EDGE eru þegar hafnar og er gert ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun á fjórða ársfjórðungi 2005. EDGE kerfið mun nýtast vel fyrir þær vörur sem eru væntanlegar á þriðja og fjórða ársfjórðungi hjá Og Vodafone. Þá nýtist EDGE einnig vel fyrir þjónustu sem er nú þegar fyrir hendi hjá Og Vodafone. Má þar nefna Mörkin í símann, myndskilaboð (MMS) og niðurhal á leikjum og hringitónum sem berast með öflugri hætti til viðskiptavina með EDGE. Gert er ráð fyrir að EDGE tæknin nái til notenda á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði fyrst um sinn og eru viðskiptavinir hvattir til að kynna sér hvort GSM sími þeirra styðji EDGE. Kostnaður við uppbyggingu á fjarskiptakerfi Og Vodafone vegna EDGE væðingar og tengdra verkefna er áætlaður um 250 milljónir króna. Tæknin mun í senn styrkja núverandi tekjugrunn félagsins og skapa nýja tekjustrauma. "EDGE er mikil bylting fyrir viðskiptavini," segir Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone. "Hér er um að ræða gríðarlega öfluga tækni því hún gefur færi á nýjum þjónustuleiðum til handa viðskiptavinum. Má þar nefna Vodafone Mobile Connect, sem er gagnaflutningskort fyrir fartölvunotendur. Slíkt kort nýtist sérlega vel í GSM/EDGE. Vodafone Mobile Connect er væntanlegt fyrir viðskiptavini í haust. Það hefur nú þegar slegið í gegn víða erlendis. Við vonumst því til þess að EDGE eigi eftir að stuðla að enn breiðara vöruúrvali hjá Og Vodafone og efla burðargetu í GSM kerfinu verulega."
Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira