Líkfundarmál fyrir Hæstarétti 25. apríl 2005 00:01 MYND/E.Ól Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Eins og kunnugt fannst líkið af Vaidasi Juciviciusi í höfinni í Neskaupstað í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu. Ákæran á hendur þremenningunum Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas er í þremur liðum, en þeir eru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum. Í upphafi málflutnings fyrir Hæstarétti í dag flutti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari mál sitt og krafðist hún tveggja og hálfs árs refsingar yfir öllum sakborningum. Hún sá reyndar ástæðu til þess að nefna það nokkrum sinnum að framburður Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir héraðsdómi og við skýrslutöku væri að engu hafandi. Grétar Sigurðsson var einni ákærðra við málflutnininginn en verjandi hans krafðist sýknu fyrir hans hönd af öllum ákæruatriðum. Verjandi Jónasar Inga krafðist einnig sýknu eða í það minnsta lækkunar á refsingu. Verjandi Tomasar Malakauskas sagði að skjólstæðingur sinn viðurkenndi að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum sem Vaidas Jucivicius var með innvortis en krafðist sýknu vegna hinna ákæruatriðanna. Reyndar sá verjandi Grétars Sigurðssonar ástæðu til þess að ítreka eftir málflutninginn við Hæstarétt að fyrst Vaidasi Juciviciusi hefði sjálfum ekki verið ljóst að hann væri í bráðri lífshættu hefði sakborningunum ekki mátt vera það. Hann sá einnig ástæðu til þess að geta þess að þáttur þremenninganna í málinu væri jafn en honum fannst sem verjendur Jónasar Inga og Tomasar Malakauskas gerðu minna úr þætti sinna skjólstæðinga. Málið var að þessu loknu lagt í dóm Hæstaréttar. Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Eins og kunnugt fannst líkið af Vaidasi Juciviciusi í höfinni í Neskaupstað í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu. Ákæran á hendur þremenningunum Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas er í þremur liðum, en þeir eru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum. Í upphafi málflutnings fyrir Hæstarétti í dag flutti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari mál sitt og krafðist hún tveggja og hálfs árs refsingar yfir öllum sakborningum. Hún sá reyndar ástæðu til þess að nefna það nokkrum sinnum að framburður Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir héraðsdómi og við skýrslutöku væri að engu hafandi. Grétar Sigurðsson var einni ákærðra við málflutnininginn en verjandi hans krafðist sýknu fyrir hans hönd af öllum ákæruatriðum. Verjandi Jónasar Inga krafðist einnig sýknu eða í það minnsta lækkunar á refsingu. Verjandi Tomasar Malakauskas sagði að skjólstæðingur sinn viðurkenndi að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum sem Vaidas Jucivicius var með innvortis en krafðist sýknu vegna hinna ákæruatriðanna. Reyndar sá verjandi Grétars Sigurðssonar ástæðu til þess að ítreka eftir málflutninginn við Hæstarétt að fyrst Vaidasi Juciviciusi hefði sjálfum ekki verið ljóst að hann væri í bráðri lífshættu hefði sakborningunum ekki mátt vera það. Hann sá einnig ástæðu til þess að geta þess að þáttur þremenninganna í málinu væri jafn en honum fannst sem verjendur Jónasar Inga og Tomasar Malakauskas gerðu minna úr þætti sinna skjólstæðinga. Málið var að þessu loknu lagt í dóm Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira