Líkfundarmál fyrir Hæstarétti 25. apríl 2005 00:01 MYND/E.Ól Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Eins og kunnugt fannst líkið af Vaidasi Juciviciusi í höfinni í Neskaupstað í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu. Ákæran á hendur þremenningunum Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas er í þremur liðum, en þeir eru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum. Í upphafi málflutnings fyrir Hæstarétti í dag flutti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari mál sitt og krafðist hún tveggja og hálfs árs refsingar yfir öllum sakborningum. Hún sá reyndar ástæðu til þess að nefna það nokkrum sinnum að framburður Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir héraðsdómi og við skýrslutöku væri að engu hafandi. Grétar Sigurðsson var einni ákærðra við málflutnininginn en verjandi hans krafðist sýknu fyrir hans hönd af öllum ákæruatriðum. Verjandi Jónasar Inga krafðist einnig sýknu eða í það minnsta lækkunar á refsingu. Verjandi Tomasar Malakauskas sagði að skjólstæðingur sinn viðurkenndi að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum sem Vaidas Jucivicius var með innvortis en krafðist sýknu vegna hinna ákæruatriðanna. Reyndar sá verjandi Grétars Sigurðssonar ástæðu til þess að ítreka eftir málflutninginn við Hæstarétt að fyrst Vaidasi Juciviciusi hefði sjálfum ekki verið ljóst að hann væri í bráðri lífshættu hefði sakborningunum ekki mátt vera það. Hann sá einnig ástæðu til þess að geta þess að þáttur þremenninganna í málinu væri jafn en honum fannst sem verjendur Jónasar Inga og Tomasar Malakauskas gerðu minna úr þætti sinna skjólstæðinga. Málið var að þessu loknu lagt í dóm Hæstaréttar. Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Eins og kunnugt fannst líkið af Vaidasi Juciviciusi í höfinni í Neskaupstað í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu. Ákæran á hendur þremenningunum Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas er í þremur liðum, en þeir eru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum. Í upphafi málflutnings fyrir Hæstarétti í dag flutti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari mál sitt og krafðist hún tveggja og hálfs árs refsingar yfir öllum sakborningum. Hún sá reyndar ástæðu til þess að nefna það nokkrum sinnum að framburður Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir héraðsdómi og við skýrslutöku væri að engu hafandi. Grétar Sigurðsson var einni ákærðra við málflutnininginn en verjandi hans krafðist sýknu fyrir hans hönd af öllum ákæruatriðum. Verjandi Jónasar Inga krafðist einnig sýknu eða í það minnsta lækkunar á refsingu. Verjandi Tomasar Malakauskas sagði að skjólstæðingur sinn viðurkenndi að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum sem Vaidas Jucivicius var með innvortis en krafðist sýknu vegna hinna ákæruatriðanna. Reyndar sá verjandi Grétars Sigurðssonar ástæðu til þess að ítreka eftir málflutninginn við Hæstarétt að fyrst Vaidasi Juciviciusi hefði sjálfum ekki verið ljóst að hann væri í bráðri lífshættu hefði sakborningunum ekki mátt vera það. Hann sá einnig ástæðu til þess að geta þess að þáttur þremenninganna í málinu væri jafn en honum fannst sem verjendur Jónasar Inga og Tomasar Malakauskas gerðu minna úr þætti sinna skjólstæðinga. Málið var að þessu loknu lagt í dóm Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira