Lá við stjórnarslitum vegna VÍS 29. maí 2005 00:01 Átökin milli eigendahópanna tveggja í tryggingafélaginu VÍS urðu til þess að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í hættu. Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni því að ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva einkavæðingarferlið væri hann að brjóta gegn stjórnarsáttmálanum og Davíð Oddsson hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. S-hópurinn átti helming í VÍS á móti Landsbankanum. Mikilvægi VÍS hvað varðar bankasöluna felst helst í því að tryggingafélag á borð við VÍS er mjög öflugur bakhjarl í fjárfestingum. Eftir að S-hópurinn keypti Landsbankann út úr VÍS var VÍS bætt inn í S-hópinn sem sóttist eftir því að kaupa Landsbankann og Búnaðarbankann og eignaðist síðar Búnaðarbankann. Þetta kemur fram í þriðju fréttaskýringu Fréttablaðsins í greinaflokki um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem birtist í blaðinu í dag. Þar segir einnig að Landsbankinn hafi gerst brotlegur gegn S-hópnum með því að selja um 7 prósenta hlut í VÍS eftir að S-hópurinn hafði afturkallað söluumboð sem hann hafði veitt Landsbankanum um sex vikum áður. VÍS átti helming af hlutnum sem Landsbankinn seldi og heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér hlutinn. S-hópurinn sagði söluna brot á lögum um verðbréfaviðskipti, og lögum um viðskiptabanka og reglum Kauphallarinnar. S-hópurinn skrifaði bréf til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin var athygli á háttsemi Landsbankans og óskaði eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn báðu S-hópinn um sáttafund og að bréfið yrði ekki sent fyrr en að honum loknum. Mitt í þessum deilum hitti Björgólfur Guðmundsson, einn þriggja sem stóðu að Samson sem sóttist eftir að kaupa Landsbankann eða Búnaðarbankann, Ólaf Ólafsson úr S-hópnum til að ræða um VÍS. Þá voru enn tvær vikur í að framkvæmdanefndin tilkynnti að hún myndi hefja viðræður við Samson um kaupin á Landsbankanum. S-hópurinn kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS". Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Átökin milli eigendahópanna tveggja í tryggingafélaginu VÍS urðu til þess að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í hættu. Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni því að ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva einkavæðingarferlið væri hann að brjóta gegn stjórnarsáttmálanum og Davíð Oddsson hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. S-hópurinn átti helming í VÍS á móti Landsbankanum. Mikilvægi VÍS hvað varðar bankasöluna felst helst í því að tryggingafélag á borð við VÍS er mjög öflugur bakhjarl í fjárfestingum. Eftir að S-hópurinn keypti Landsbankann út úr VÍS var VÍS bætt inn í S-hópinn sem sóttist eftir því að kaupa Landsbankann og Búnaðarbankann og eignaðist síðar Búnaðarbankann. Þetta kemur fram í þriðju fréttaskýringu Fréttablaðsins í greinaflokki um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem birtist í blaðinu í dag. Þar segir einnig að Landsbankinn hafi gerst brotlegur gegn S-hópnum með því að selja um 7 prósenta hlut í VÍS eftir að S-hópurinn hafði afturkallað söluumboð sem hann hafði veitt Landsbankanum um sex vikum áður. VÍS átti helming af hlutnum sem Landsbankinn seldi og heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér hlutinn. S-hópurinn sagði söluna brot á lögum um verðbréfaviðskipti, og lögum um viðskiptabanka og reglum Kauphallarinnar. S-hópurinn skrifaði bréf til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin var athygli á háttsemi Landsbankans og óskaði eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn báðu S-hópinn um sáttafund og að bréfið yrði ekki sent fyrr en að honum loknum. Mitt í þessum deilum hitti Björgólfur Guðmundsson, einn þriggja sem stóðu að Samson sem sóttist eftir að kaupa Landsbankann eða Búnaðarbankann, Ólaf Ólafsson úr S-hópnum til að ræða um VÍS. Þá voru enn tvær vikur í að framkvæmdanefndin tilkynnti að hún myndi hefja viðræður við Samson um kaupin á Landsbankanum. S-hópurinn kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS".
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira