Dagbjört í Virku býður í heimsókn 26. janúar 2005 00:01 "Við opnuðum í lok október og viðtökurnar hafa verið vægast sagt frábærar," segir Dagbjört Helgadóttir sem starfar sem skrifstofustjóri í húsgagnaversluninni Virku en foreldrar hennar, Guðfinna Helgadóttir og Helgi Axelsson, eru eigendur verslunarinnar. Virka er því fjölskyldufyrirtæki og samkvæmt Dagbjörtu gengur samstarfið afar vel. "Okkur fannst vanta meira úrval af gamaldags amerískum vörum, húsgögnum og svona dúlleríi. Við höfðum verið með vefnaðarvöruverslunina Virku í tugi ára og þetta er skemmtileg viðbót. Í vefnaðarvöruversluninni erum við einnig með gjafavöru ásamt bútasaumsvörunum og það var alltaf draumur hjá okkur að opna svona verslun enda öll mjög hrifin af Bandaríkjunum og fallegu heimilinum sem þar finnast," segir Dagbjört. "Sem betur fer erum við mjög náin fjölskylda því annars gengi þetta aldrei enda eyðum við öllum stundum saman. Það versta er að þegar við hittumst utan vinnu tölum við ekki um neitt annað," segir Dagbjört hlæjandi og bætir við að spenningurinn við opnunina hafi verið mikill. Frumherji í bútasaum Guðfinna, móðir Dagbjartar, hefur kennt bútasaum til fjölda ára og var reyndar sú sem kynnti Íslendinga fyrir faginu. "Þegar hún fór að kenna bútasauminn smitaðist áhuginn hratt. Þau opnuðu litla búð í Árbænum þar sem þau vorur með körfuhúsgögn og hnýtigarn ásamt bútasaumnum og því má segja að við séum komin í hring, aftur komin í húsgögnin." Þeir sem koma inn í Virku eru allir á einu máli að þarna séu afar fallegar vörur að finna. Húsgögnin eru smíðuð á litlu verkstæði í Bandaríkjunum með sömu tækni og notuð var fyrir 200 árum. Húsgögnin eru tvímáluð og efri málningin pússuð niður á köntum svo þau virka gömul. Úrvalið af húsgögnum og gjafavörum er mjög mikið en sjón er sögu ríkari. Lestu ítarlegt viðtal við Dagbjörtu og skoðaðu myndirnar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Hús og heimili Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
"Við opnuðum í lok október og viðtökurnar hafa verið vægast sagt frábærar," segir Dagbjört Helgadóttir sem starfar sem skrifstofustjóri í húsgagnaversluninni Virku en foreldrar hennar, Guðfinna Helgadóttir og Helgi Axelsson, eru eigendur verslunarinnar. Virka er því fjölskyldufyrirtæki og samkvæmt Dagbjörtu gengur samstarfið afar vel. "Okkur fannst vanta meira úrval af gamaldags amerískum vörum, húsgögnum og svona dúlleríi. Við höfðum verið með vefnaðarvöruverslunina Virku í tugi ára og þetta er skemmtileg viðbót. Í vefnaðarvöruversluninni erum við einnig með gjafavöru ásamt bútasaumsvörunum og það var alltaf draumur hjá okkur að opna svona verslun enda öll mjög hrifin af Bandaríkjunum og fallegu heimilinum sem þar finnast," segir Dagbjört. "Sem betur fer erum við mjög náin fjölskylda því annars gengi þetta aldrei enda eyðum við öllum stundum saman. Það versta er að þegar við hittumst utan vinnu tölum við ekki um neitt annað," segir Dagbjört hlæjandi og bætir við að spenningurinn við opnunina hafi verið mikill. Frumherji í bútasaum Guðfinna, móðir Dagbjartar, hefur kennt bútasaum til fjölda ára og var reyndar sú sem kynnti Íslendinga fyrir faginu. "Þegar hún fór að kenna bútasauminn smitaðist áhuginn hratt. Þau opnuðu litla búð í Árbænum þar sem þau vorur með körfuhúsgögn og hnýtigarn ásamt bútasaumnum og því má segja að við séum komin í hring, aftur komin í húsgögnin." Þeir sem koma inn í Virku eru allir á einu máli að þarna séu afar fallegar vörur að finna. Húsgögnin eru smíðuð á litlu verkstæði í Bandaríkjunum með sömu tækni og notuð var fyrir 200 árum. Húsgögnin eru tvímáluð og efri málningin pússuð niður á köntum svo þau virka gömul. Úrvalið af húsgögnum og gjafavörum er mjög mikið en sjón er sögu ríkari. Lestu ítarlegt viðtal við Dagbjörtu og skoðaðu myndirnar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Hús og heimili Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira