Óskoðaður og ótryggður 23. ágúst 2005 00:01 Eigandi vörubílsins sem skall saman við strætisvagn í Reykjavík á föstudag hafði ekki mætt með bifreiðina í skoðun né höfðu lögbundnar tryggingar verið greiddar af honum. Í slysinu slasaðist strætisvagnabílstjóri alvarlega og missti báða fótleggi neðan við hné. Helgi Aðalsteinsson, eigandi og ökumaður vörubílsins, segir að hann hafi átt að mæta með bílinn til skoðunar í maí en hafi haft frest fram til 1. ágúst og því hafi bíllinn verið komin fram yfir skoðunartíma. Þá hafi hann ekki greitt lögbundnar ökutækjatryggingar af bílnum en hafi kippt því í lag strax í kjölfar slyssins. Hann hitti strætisvagnabílstjórann þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi á sunnudaginn. "Hann tók mér ljómandi vel. Hann er kunningi minn og það er skylda mín að tala við hann. Auðvitað var þetta óþægilegt en mér fannst þetta nauðsynlegt og ég ætla að hitta hann aftur og vonandi sem fyrst," segir Helgi. Helgi segist ekki hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. "Ég var búinn að keyra á grænu ljósi yfir öll gatnamótin á undan og það er þannig að um er að ræða samstillt ljós þannig það getur ekki hafa verið rautt ljós en vissulega ók ég hraðar en leyfilegt er. Það var hins vegar svo að strætisvagninn var á mikilli ferð og það er því ekki rétt sem kemur fram í Morgunblaðinu að strætisvagninn hafi verið nýlagður af stað á grænu ljósi," segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Frumherja eru bílar ólöglegir hafi þeir farið fram yfir skoðunartíma. Hjá tryggingafélögunum fengust þær upplýsingar að þeim sem ekki greiða tryggingar af ökutækjum er sent lögreglubréf í viðkomandi umdæmi. Eftir fjórar vikur fellur lögboðin trygging svo niður. Meginreglan er sú að tjónþolar fá tjón sem þeir verða fyrir bætt óháð öðrum forsendum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Eigandi vörubílsins sem skall saman við strætisvagn í Reykjavík á föstudag hafði ekki mætt með bifreiðina í skoðun né höfðu lögbundnar tryggingar verið greiddar af honum. Í slysinu slasaðist strætisvagnabílstjóri alvarlega og missti báða fótleggi neðan við hné. Helgi Aðalsteinsson, eigandi og ökumaður vörubílsins, segir að hann hafi átt að mæta með bílinn til skoðunar í maí en hafi haft frest fram til 1. ágúst og því hafi bíllinn verið komin fram yfir skoðunartíma. Þá hafi hann ekki greitt lögbundnar ökutækjatryggingar af bílnum en hafi kippt því í lag strax í kjölfar slyssins. Hann hitti strætisvagnabílstjórann þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi á sunnudaginn. "Hann tók mér ljómandi vel. Hann er kunningi minn og það er skylda mín að tala við hann. Auðvitað var þetta óþægilegt en mér fannst þetta nauðsynlegt og ég ætla að hitta hann aftur og vonandi sem fyrst," segir Helgi. Helgi segist ekki hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. "Ég var búinn að keyra á grænu ljósi yfir öll gatnamótin á undan og það er þannig að um er að ræða samstillt ljós þannig það getur ekki hafa verið rautt ljós en vissulega ók ég hraðar en leyfilegt er. Það var hins vegar svo að strætisvagninn var á mikilli ferð og það er því ekki rétt sem kemur fram í Morgunblaðinu að strætisvagninn hafi verið nýlagður af stað á grænu ljósi," segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Frumherja eru bílar ólöglegir hafi þeir farið fram yfir skoðunartíma. Hjá tryggingafélögunum fengust þær upplýsingar að þeim sem ekki greiða tryggingar af ökutækjum er sent lögreglubréf í viðkomandi umdæmi. Eftir fjórar vikur fellur lögboðin trygging svo niður. Meginreglan er sú að tjónþolar fá tjón sem þeir verða fyrir bætt óháð öðrum forsendum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira