Jón Á. ákærður fyrir fjárdrátt? 6. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Þá segir í blaðinu að Jón Ásgeir hafi þegið lán sem stangaðist á við skattalög í tengslum við kaup Baugs á íslensku verslanakeðjunni 10-11 árið 1999. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist ekki geta tjáð sig um efni ákærunnar á þessu stigi. Viðræður eru langt komnar á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Somerfield en samkvæmt breskum fjölmiðlum vilja félög, sem standa að kauptilboði í fyrirtækið ásamt Baugi, að Baugur dragi sig út úr hópnum vegna málsins. Þegar fréttastofan hafði samband við stjórnendur Barclays í dag sögðu þeir af yfirlýst stefna hópsins væri að tjá sig ekki um málið að svo stöddu og að breskir blaðamenn hafi ekki fengið upplýsingar hjá þeim fyrirtækjum sem standa að tilboðinu með Baugi. Gestur segist þó hafa áhyggjur af málinu og að góðir hlutir verði eyðilagðir. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofuna að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé nú að forða félaginu frá frekara tjóni en hann vildi ekki segja hvort Baugur dragi sig út úr hópnum. Sakborningarnir sex í Baugsmálinu hafa nú fengið afhentar ákærur vegna málsins en lögmenn þeirra hafa ákveðið að þær verði ekki gerðar opinberar á næstunni. Fyrst verði að undirbúa málið vel. Aðspurður hvort hann sé ekki nógu vel undirbúinn núna til að svara spurningum fjölmiðla, m.a. með hliðsjón af því að þrjú ár séu síðan húsleitin átti sér stað, segist Gestur ekki telja svo vera fyrr en það liggi fyrir á hverju ákærurnar séu byggðar. Jóhannes Jónsson sagði í samtali við fréttastofuna að ekkert gruggugt væri á seyði innan fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið verða fyrir ofsóknum eins og þær gerðust svæsnastar og að það tjón sem málið hefði nú þegar valdið þjóðinni í gjaldeyrisöflun væri með ólíkindum. En Gestur viðurkennir að líklega sé best að flýta málinu og birtingu ákæru til að koma í veg fyrir allan misskilning. „Þetta bara snýst um þá almennu varfærni að vilja fara í gegnum þau gögn sem þetta er byggt á þannig að þau svör sem veitt verða verði byggð á gögnunum en engu öðru,“ segir Gestur. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Þá segir í blaðinu að Jón Ásgeir hafi þegið lán sem stangaðist á við skattalög í tengslum við kaup Baugs á íslensku verslanakeðjunni 10-11 árið 1999. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist ekki geta tjáð sig um efni ákærunnar á þessu stigi. Viðræður eru langt komnar á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Somerfield en samkvæmt breskum fjölmiðlum vilja félög, sem standa að kauptilboði í fyrirtækið ásamt Baugi, að Baugur dragi sig út úr hópnum vegna málsins. Þegar fréttastofan hafði samband við stjórnendur Barclays í dag sögðu þeir af yfirlýst stefna hópsins væri að tjá sig ekki um málið að svo stöddu og að breskir blaðamenn hafi ekki fengið upplýsingar hjá þeim fyrirtækjum sem standa að tilboðinu með Baugi. Gestur segist þó hafa áhyggjur af málinu og að góðir hlutir verði eyðilagðir. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofuna að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé nú að forða félaginu frá frekara tjóni en hann vildi ekki segja hvort Baugur dragi sig út úr hópnum. Sakborningarnir sex í Baugsmálinu hafa nú fengið afhentar ákærur vegna málsins en lögmenn þeirra hafa ákveðið að þær verði ekki gerðar opinberar á næstunni. Fyrst verði að undirbúa málið vel. Aðspurður hvort hann sé ekki nógu vel undirbúinn núna til að svara spurningum fjölmiðla, m.a. með hliðsjón af því að þrjú ár séu síðan húsleitin átti sér stað, segist Gestur ekki telja svo vera fyrr en það liggi fyrir á hverju ákærurnar séu byggðar. Jóhannes Jónsson sagði í samtali við fréttastofuna að ekkert gruggugt væri á seyði innan fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið verða fyrir ofsóknum eins og þær gerðust svæsnastar og að það tjón sem málið hefði nú þegar valdið þjóðinni í gjaldeyrisöflun væri með ólíkindum. En Gestur viðurkennir að líklega sé best að flýta málinu og birtingu ákæru til að koma í veg fyrir allan misskilning. „Þetta bara snýst um þá almennu varfærni að vilja fara í gegnum þau gögn sem þetta er byggt á þannig að þau svör sem veitt verða verði byggð á gögnunum en engu öðru,“ segir Gestur.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira