Þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni 9. janúar 2005 00:01 Formaður Samfylkingarinnar segir að þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni hjá utanríks- og forsætisráðherra vegna veru Íslands á lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak. Hann hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að Ísland verði að taka af listanum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra að hvergi annars staðar nema hér væri rætt um að fjarlægja lönd af lista hinna staðföstu þjóða enda væri slíkt della. Hann benti á að þrjú af hverjum fjórum NATO-ríkjum hefðu lýst yfir stuðningi við innrásina í Írak. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir utanríkisráðherra ómálefnalegan og að ummæli hans dæmi sig sjálf. Davíð sé eins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra orðinn viðskila við eigin þjóð. 84 prósent séu á mót stuðning Íslands við innrásina og hvergi annars staðar hafi það gerst eins og hér, að slík ákvörðun hafi verið tekin án þess að nokkur sé spurður. Raunar haf lög verið brotin. Það brot á að felast í því að ákvörðun um stuðning Íslands hafi ekki verið tekin formlega fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkisráðherra segir hins vegar að það hefði engu skipt. Stefna allra fulltrúa í nefndinni hafi legið fyrir og stuðningsyfirlýsingin undirrituð af þeim sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar, samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Það greinir þá Össur enn á og segist Össur einnig undrast þær ólíku skýringar sem borist hafa frá fulltrúum Framsóknarflokksins um hvort eða hvernig málið var tekið til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Svo komi þriðja útgáfan frá utanríkisráðherra sem segi á fundi með harðkjarnastuðningsmönnum sínum í Valhöll að hugsanlega hafi ákvörðunin verið rædd í nefndinni og hugsanlega ekki. Össur spyr hvers konar vitleysa þetta sé. Svona hagi forystumenn þjóðar sér ekki. Össur segir að sér finnist að andspænis þessar eindregnu afstöðu þjóðarinnar verði forsætis- og utanríkisráðherra að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar á að hafa brotið lög eins og þeir hafi gert þegar þeir lýstu yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak í algerri andstöðu við þjóðina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni hjá utanríks- og forsætisráðherra vegna veru Íslands á lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak. Hann hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að Ísland verði að taka af listanum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra að hvergi annars staðar nema hér væri rætt um að fjarlægja lönd af lista hinna staðföstu þjóða enda væri slíkt della. Hann benti á að þrjú af hverjum fjórum NATO-ríkjum hefðu lýst yfir stuðningi við innrásina í Írak. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir utanríkisráðherra ómálefnalegan og að ummæli hans dæmi sig sjálf. Davíð sé eins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra orðinn viðskila við eigin þjóð. 84 prósent séu á mót stuðning Íslands við innrásina og hvergi annars staðar hafi það gerst eins og hér, að slík ákvörðun hafi verið tekin án þess að nokkur sé spurður. Raunar haf lög verið brotin. Það brot á að felast í því að ákvörðun um stuðning Íslands hafi ekki verið tekin formlega fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkisráðherra segir hins vegar að það hefði engu skipt. Stefna allra fulltrúa í nefndinni hafi legið fyrir og stuðningsyfirlýsingin undirrituð af þeim sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar, samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Það greinir þá Össur enn á og segist Össur einnig undrast þær ólíku skýringar sem borist hafa frá fulltrúum Framsóknarflokksins um hvort eða hvernig málið var tekið til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Svo komi þriðja útgáfan frá utanríkisráðherra sem segi á fundi með harðkjarnastuðningsmönnum sínum í Valhöll að hugsanlega hafi ákvörðunin verið rædd í nefndinni og hugsanlega ekki. Össur spyr hvers konar vitleysa þetta sé. Svona hagi forystumenn þjóðar sér ekki. Össur segir að sér finnist að andspænis þessar eindregnu afstöðu þjóðarinnar verði forsætis- og utanríkisráðherra að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar á að hafa brotið lög eins og þeir hafi gert þegar þeir lýstu yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak í algerri andstöðu við þjóðina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent