Þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni 9. janúar 2005 00:01 Formaður Samfylkingarinnar segir að þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni hjá utanríks- og forsætisráðherra vegna veru Íslands á lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak. Hann hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að Ísland verði að taka af listanum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra að hvergi annars staðar nema hér væri rætt um að fjarlægja lönd af lista hinna staðföstu þjóða enda væri slíkt della. Hann benti á að þrjú af hverjum fjórum NATO-ríkjum hefðu lýst yfir stuðningi við innrásina í Írak. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir utanríkisráðherra ómálefnalegan og að ummæli hans dæmi sig sjálf. Davíð sé eins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra orðinn viðskila við eigin þjóð. 84 prósent séu á mót stuðning Íslands við innrásina og hvergi annars staðar hafi það gerst eins og hér, að slík ákvörðun hafi verið tekin án þess að nokkur sé spurður. Raunar haf lög verið brotin. Það brot á að felast í því að ákvörðun um stuðning Íslands hafi ekki verið tekin formlega fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkisráðherra segir hins vegar að það hefði engu skipt. Stefna allra fulltrúa í nefndinni hafi legið fyrir og stuðningsyfirlýsingin undirrituð af þeim sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar, samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Það greinir þá Össur enn á og segist Össur einnig undrast þær ólíku skýringar sem borist hafa frá fulltrúum Framsóknarflokksins um hvort eða hvernig málið var tekið til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Svo komi þriðja útgáfan frá utanríkisráðherra sem segi á fundi með harðkjarnastuðningsmönnum sínum í Valhöll að hugsanlega hafi ákvörðunin verið rædd í nefndinni og hugsanlega ekki. Össur spyr hvers konar vitleysa þetta sé. Svona hagi forystumenn þjóðar sér ekki. Össur segir að sér finnist að andspænis þessar eindregnu afstöðu þjóðarinnar verði forsætis- og utanríkisráðherra að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar á að hafa brotið lög eins og þeir hafi gert þegar þeir lýstu yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak í algerri andstöðu við þjóðina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni hjá utanríks- og forsætisráðherra vegna veru Íslands á lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak. Hann hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að Ísland verði að taka af listanum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra að hvergi annars staðar nema hér væri rætt um að fjarlægja lönd af lista hinna staðföstu þjóða enda væri slíkt della. Hann benti á að þrjú af hverjum fjórum NATO-ríkjum hefðu lýst yfir stuðningi við innrásina í Írak. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir utanríkisráðherra ómálefnalegan og að ummæli hans dæmi sig sjálf. Davíð sé eins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra orðinn viðskila við eigin þjóð. 84 prósent séu á mót stuðning Íslands við innrásina og hvergi annars staðar hafi það gerst eins og hér, að slík ákvörðun hafi verið tekin án þess að nokkur sé spurður. Raunar haf lög verið brotin. Það brot á að felast í því að ákvörðun um stuðning Íslands hafi ekki verið tekin formlega fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkisráðherra segir hins vegar að það hefði engu skipt. Stefna allra fulltrúa í nefndinni hafi legið fyrir og stuðningsyfirlýsingin undirrituð af þeim sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar, samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Það greinir þá Össur enn á og segist Össur einnig undrast þær ólíku skýringar sem borist hafa frá fulltrúum Framsóknarflokksins um hvort eða hvernig málið var tekið til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Svo komi þriðja útgáfan frá utanríkisráðherra sem segi á fundi með harðkjarnastuðningsmönnum sínum í Valhöll að hugsanlega hafi ákvörðunin verið rædd í nefndinni og hugsanlega ekki. Össur spyr hvers konar vitleysa þetta sé. Svona hagi forystumenn þjóðar sér ekki. Össur segir að sér finnist að andspænis þessar eindregnu afstöðu þjóðarinnar verði forsætis- og utanríkisráðherra að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar á að hafa brotið lög eins og þeir hafi gert þegar þeir lýstu yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak í algerri andstöðu við þjóðina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira