Látið verði af tortryggni 29. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Halldór segist fagna þeirri niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að það séu engar forsendur til þess að hann hafi frumkvæði um athugun á hæfi hans til sölu á Búnaðarbankanum sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafi farið fram á. Niðurstaðan komi honum ekki á óvart og ljóst sé að álit Ríkisendurskoðunar standi óhaggað frá því í vor um það að hann ekki verið vanhæfur til að fjalla um þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um einkavæðingu. Halldór segist vonast til þess að þetta verði til þess að stjórnarandstaðan grafi þá stríðsöxi sem hún hafi haft uppi í málinu og beini kröftunum að því að huga að málum til framtíðar. Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að skýra betur eða setja ný lög um þessa hluti segir Halldór að alltaf megi gera betur í öllum málum. Farið hafi verið yfir málin að undanförnu í forsætisráðuneytinu, en núverandi reglur séu að verða 10 ára gamlar. Það sé ljóst að allir séu sammála um að einkavæðing Símans hafi tekist vel og þar hafi menn lært af því hvernig málin gengu í frumbernsku. Hann hafi ekki orðið var við neina gagnrýni í sambandi við einkavæðingu Símans en verið sé að fara yfir málin og umboðsmanni Alþingis verði svarað tiltölulega fljótt. Hann telji rétt að umboðsmaður fái svörin fyrst og því vilji hann ekki tjá sig um þau í fjölmiðlum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Halldór segist fagna þeirri niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að það séu engar forsendur til þess að hann hafi frumkvæði um athugun á hæfi hans til sölu á Búnaðarbankanum sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafi farið fram á. Niðurstaðan komi honum ekki á óvart og ljóst sé að álit Ríkisendurskoðunar standi óhaggað frá því í vor um það að hann ekki verið vanhæfur til að fjalla um þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um einkavæðingu. Halldór segist vonast til þess að þetta verði til þess að stjórnarandstaðan grafi þá stríðsöxi sem hún hafi haft uppi í málinu og beini kröftunum að því að huga að málum til framtíðar. Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að skýra betur eða setja ný lög um þessa hluti segir Halldór að alltaf megi gera betur í öllum málum. Farið hafi verið yfir málin að undanförnu í forsætisráðuneytinu, en núverandi reglur séu að verða 10 ára gamlar. Það sé ljóst að allir séu sammála um að einkavæðing Símans hafi tekist vel og þar hafi menn lært af því hvernig málin gengu í frumbernsku. Hann hafi ekki orðið var við neina gagnrýni í sambandi við einkavæðingu Símans en verið sé að fara yfir málin og umboðsmanni Alþingis verði svarað tiltölulega fljótt. Hann telji rétt að umboðsmaður fái svörin fyrst og því vilji hann ekki tjá sig um þau í fjölmiðlum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira