Fór út af við Þingvallavatn
Ölvaður ökumaður slapp ómeiddur þegar hann ók fólksbíl sínum út af veginum meðfram Þingvallavatni um áttaleytið á fimmtudagskvöld. Að sögn lögreglu á Selfossi fór bíllinn út af við Vatnsvik, en meðfram vatninu er vegurinn nokkuð hlykkjóttur og mishæðóttur. Bíllinn skemmdist ekki mikið við óhappið, en þó nóg til þess að hann var ekki í ökufæru ástandi á eftir. Lögregla sagði litlar skemmdir hafa orðið á á gróðri.