Siv undrast að vera ekki boðið 21. febrúar 2005 00:01 Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Hins vegar var oddviti framsóknarmanna á Norður- og Austurlandi, Valgerður Sverrisdóttir, heiðursgestur fundarins. Hið nýja félag Framsóknarkvennanna í Kópavogi heitir Brynja. Ein stjórnarkvenna sem var fremst í flokki í átökunum við Freyju um daginn, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, segir að þær hafi verið búnar að reyna að ná sáttum við konurnar í Freyju en án árangurs og að allt stefndi í áframhaldandi átök. Hún sagði þær hafa mætt talsverðri andstöðu á meðal Freyjukvenna. Að sögn Aðalheiðar vildu þær ekki standa fyrir smölun á annan fund eða vera með einhver illindi og því hafi hið nýja félag verið stofnað. Aðspurð segist hún telja vera grundvöll fyrir tveimur kvenfélögum Framsóknarflokksins í einu bæjarfélagi, þrátt fyrir að hann sé langt í frá stærsti flokkur landsins. Aðalheiður telur þetta ekki auka á klofning í Framsóknarflokknum, né heldur á meðal framsóknarkvenna. Þó viðurkennir Aðalheiður að hvorki bæjarstjóra Kópavogs, Hansínu Ástu Björgvinsdóttur sem er framsóknarkona, né oddvita framsóknarmanna í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, hafi verið boðið á fundinn. Siv staðfesti þetta í samtali við fréttastofuna. Hins vegar var viðskipta- og iðnaðarráðherra Valgerði Sverrisdóttur boðið sem heiðursgesti á fundinn, þrátt fyrir að hún komi úr allt öðru kjördæmi. Siv kveðst eiga mjög erfitt með að túlka það; aðrir verði að túlka hvort þarna séu flokkssystur hennar að koma aftan að henni, sem og hvað varðar þátt Valgerðar Sverrisdóttur. Aðalheiður segir Valgerði hafa komið með mjög skemmtilegum hætti inn í þingflokkinn á sínum tíma og starfað ötullega með framsóknarkonum. Því hafi hún verið góður fulltrúi á fundinum. Aðspurð segir hún ekki felast nein skilaboð í þessu til Sivjar og Hansínu. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Hins vegar var oddviti framsóknarmanna á Norður- og Austurlandi, Valgerður Sverrisdóttir, heiðursgestur fundarins. Hið nýja félag Framsóknarkvennanna í Kópavogi heitir Brynja. Ein stjórnarkvenna sem var fremst í flokki í átökunum við Freyju um daginn, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, segir að þær hafi verið búnar að reyna að ná sáttum við konurnar í Freyju en án árangurs og að allt stefndi í áframhaldandi átök. Hún sagði þær hafa mætt talsverðri andstöðu á meðal Freyjukvenna. Að sögn Aðalheiðar vildu þær ekki standa fyrir smölun á annan fund eða vera með einhver illindi og því hafi hið nýja félag verið stofnað. Aðspurð segist hún telja vera grundvöll fyrir tveimur kvenfélögum Framsóknarflokksins í einu bæjarfélagi, þrátt fyrir að hann sé langt í frá stærsti flokkur landsins. Aðalheiður telur þetta ekki auka á klofning í Framsóknarflokknum, né heldur á meðal framsóknarkvenna. Þó viðurkennir Aðalheiður að hvorki bæjarstjóra Kópavogs, Hansínu Ástu Björgvinsdóttur sem er framsóknarkona, né oddvita framsóknarmanna í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, hafi verið boðið á fundinn. Siv staðfesti þetta í samtali við fréttastofuna. Hins vegar var viðskipta- og iðnaðarráðherra Valgerði Sverrisdóttur boðið sem heiðursgesti á fundinn, þrátt fyrir að hún komi úr allt öðru kjördæmi. Siv kveðst eiga mjög erfitt með að túlka það; aðrir verði að túlka hvort þarna séu flokkssystur hennar að koma aftan að henni, sem og hvað varðar þátt Valgerðar Sverrisdóttur. Aðalheiður segir Valgerði hafa komið með mjög skemmtilegum hætti inn í þingflokkinn á sínum tíma og starfað ötullega með framsóknarkonum. Því hafi hún verið góður fulltrúi á fundinum. Aðspurð segir hún ekki felast nein skilaboð í þessu til Sivjar og Hansínu.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira