Siv undrast að vera ekki boðið 21. febrúar 2005 00:01 Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Hins vegar var oddviti framsóknarmanna á Norður- og Austurlandi, Valgerður Sverrisdóttir, heiðursgestur fundarins. Hið nýja félag Framsóknarkvennanna í Kópavogi heitir Brynja. Ein stjórnarkvenna sem var fremst í flokki í átökunum við Freyju um daginn, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, segir að þær hafi verið búnar að reyna að ná sáttum við konurnar í Freyju en án árangurs og að allt stefndi í áframhaldandi átök. Hún sagði þær hafa mætt talsverðri andstöðu á meðal Freyjukvenna. Að sögn Aðalheiðar vildu þær ekki standa fyrir smölun á annan fund eða vera með einhver illindi og því hafi hið nýja félag verið stofnað. Aðspurð segist hún telja vera grundvöll fyrir tveimur kvenfélögum Framsóknarflokksins í einu bæjarfélagi, þrátt fyrir að hann sé langt í frá stærsti flokkur landsins. Aðalheiður telur þetta ekki auka á klofning í Framsóknarflokknum, né heldur á meðal framsóknarkvenna. Þó viðurkennir Aðalheiður að hvorki bæjarstjóra Kópavogs, Hansínu Ástu Björgvinsdóttur sem er framsóknarkona, né oddvita framsóknarmanna í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, hafi verið boðið á fundinn. Siv staðfesti þetta í samtali við fréttastofuna. Hins vegar var viðskipta- og iðnaðarráðherra Valgerði Sverrisdóttur boðið sem heiðursgesti á fundinn, þrátt fyrir að hún komi úr allt öðru kjördæmi. Siv kveðst eiga mjög erfitt með að túlka það; aðrir verði að túlka hvort þarna séu flokkssystur hennar að koma aftan að henni, sem og hvað varðar þátt Valgerðar Sverrisdóttur. Aðalheiður segir Valgerði hafa komið með mjög skemmtilegum hætti inn í þingflokkinn á sínum tíma og starfað ötullega með framsóknarkonum. Því hafi hún verið góður fulltrúi á fundinum. Aðspurð segir hún ekki felast nein skilaboð í þessu til Sivjar og Hansínu. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Hins vegar var oddviti framsóknarmanna á Norður- og Austurlandi, Valgerður Sverrisdóttir, heiðursgestur fundarins. Hið nýja félag Framsóknarkvennanna í Kópavogi heitir Brynja. Ein stjórnarkvenna sem var fremst í flokki í átökunum við Freyju um daginn, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, segir að þær hafi verið búnar að reyna að ná sáttum við konurnar í Freyju en án árangurs og að allt stefndi í áframhaldandi átök. Hún sagði þær hafa mætt talsverðri andstöðu á meðal Freyjukvenna. Að sögn Aðalheiðar vildu þær ekki standa fyrir smölun á annan fund eða vera með einhver illindi og því hafi hið nýja félag verið stofnað. Aðspurð segist hún telja vera grundvöll fyrir tveimur kvenfélögum Framsóknarflokksins í einu bæjarfélagi, þrátt fyrir að hann sé langt í frá stærsti flokkur landsins. Aðalheiður telur þetta ekki auka á klofning í Framsóknarflokknum, né heldur á meðal framsóknarkvenna. Þó viðurkennir Aðalheiður að hvorki bæjarstjóra Kópavogs, Hansínu Ástu Björgvinsdóttur sem er framsóknarkona, né oddvita framsóknarmanna í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, hafi verið boðið á fundinn. Siv staðfesti þetta í samtali við fréttastofuna. Hins vegar var viðskipta- og iðnaðarráðherra Valgerði Sverrisdóttur boðið sem heiðursgesti á fundinn, þrátt fyrir að hún komi úr allt öðru kjördæmi. Siv kveðst eiga mjög erfitt með að túlka það; aðrir verði að túlka hvort þarna séu flokkssystur hennar að koma aftan að henni, sem og hvað varðar þátt Valgerðar Sverrisdóttur. Aðalheiður segir Valgerði hafa komið með mjög skemmtilegum hætti inn í þingflokkinn á sínum tíma og starfað ötullega með framsóknarkonum. Því hafi hún verið góður fulltrúi á fundinum. Aðspurð segir hún ekki felast nein skilaboð í þessu til Sivjar og Hansínu.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira