Fyrsta húsið var fyrir mömmu 21. febrúar 2005 00:01 Arkitektinn Shigaru Ban er algjört fyrirbæri í hönnunarheiminum. Hann er mjög þekktur og virtur í starfsstétt sinni fyrir hugmyndaflug sitt en hann byggir hús og húsgögn eingöngu úr pappír. Shigaru er einfari. Hann eltist ekki við að innrétta hús fræga fólksins, hann er ekki með umboðsmann og örugglega ekki einu sinni vefsíðu. Hann stundar sín viðskipti í gegnum faxtækið og veitir fá viðtöl. Shigaru fæddist árið 1957 í Tókýó og flutti stuttlega til að læra arkitektúr í Kaliforníu og New York og opnaði sína eigin skrifstofu árið 1985 í Tókýó. Það fyrsta sem hann teiknaði var hús handa mömmu sinni. Eitt af fyrstu verkum Shigaru var bókasafn fyrir japanskt ljóðskáld árið 1991 en þar gerði hann tilraunir með pappa, ekki bara sem skreytingu heldur líka burðarefni í húsinu. "Fólk heldur að pappír sé veikt efni en pappír er iðnaðarefni. Við getum gert hann vatnsheldan og við getum líka gert hann sterkan sem við," var eitt sinn haft eftir Shigaru í blaðaviðtali. Eftir Kobe-jarðskálftann árið 1995 byggði Shigaru nokkur falleg og nútímaleg hús fyrir fólkið sem missti heimili sín auk þess sem hann byggði kirkju og félagsmiðstöð. Grunnur húsanna var úr tómum bjórdósum sem fullar voru af sandi en veggirnir allir úr pappa. Byggingarefnið var auðvitað mjög ódýrt og tók aðeins sex tíma að byggja hvert hús. Þó að Shigaru líti ekki á sig sem "grænan" arkitekt endurnýtir hann oftar en ekki efni við byggingu húsa. Síðustu ár hefur Shigaru framleitt fjölmörg einkahíbýli með mjög opnum rýmum. Frægast af þessum byggingum er Curtain Wall House í Tókýó en veggirnir í byggingunni eru úr risastórum hvítum gluggatjöldum sem bærast í vindinum. Í leyni eru glerhurðir sem hægt er að draga fram þegar vont er veður. "Ég held að ég sé enginn frumkvöðull í arkitektúr. Ég nota bara nútímatækni og efni á öðruvísi hátt en aðrir," segir Shigaru. Curtain Wall House í Tókýó þar sem veggirnir eru gluggatjöld. Smart og frumlegt en myndi kannski ekki henta við íslenskar aðstæður. FleiriPappírshús við Yamanaka-vatn í Japan sem Shigaru byggði árið 1995. Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Arkitektinn Shigaru Ban er algjört fyrirbæri í hönnunarheiminum. Hann er mjög þekktur og virtur í starfsstétt sinni fyrir hugmyndaflug sitt en hann byggir hús og húsgögn eingöngu úr pappír. Shigaru er einfari. Hann eltist ekki við að innrétta hús fræga fólksins, hann er ekki með umboðsmann og örugglega ekki einu sinni vefsíðu. Hann stundar sín viðskipti í gegnum faxtækið og veitir fá viðtöl. Shigaru fæddist árið 1957 í Tókýó og flutti stuttlega til að læra arkitektúr í Kaliforníu og New York og opnaði sína eigin skrifstofu árið 1985 í Tókýó. Það fyrsta sem hann teiknaði var hús handa mömmu sinni. Eitt af fyrstu verkum Shigaru var bókasafn fyrir japanskt ljóðskáld árið 1991 en þar gerði hann tilraunir með pappa, ekki bara sem skreytingu heldur líka burðarefni í húsinu. "Fólk heldur að pappír sé veikt efni en pappír er iðnaðarefni. Við getum gert hann vatnsheldan og við getum líka gert hann sterkan sem við," var eitt sinn haft eftir Shigaru í blaðaviðtali. Eftir Kobe-jarðskálftann árið 1995 byggði Shigaru nokkur falleg og nútímaleg hús fyrir fólkið sem missti heimili sín auk þess sem hann byggði kirkju og félagsmiðstöð. Grunnur húsanna var úr tómum bjórdósum sem fullar voru af sandi en veggirnir allir úr pappa. Byggingarefnið var auðvitað mjög ódýrt og tók aðeins sex tíma að byggja hvert hús. Þó að Shigaru líti ekki á sig sem "grænan" arkitekt endurnýtir hann oftar en ekki efni við byggingu húsa. Síðustu ár hefur Shigaru framleitt fjölmörg einkahíbýli með mjög opnum rýmum. Frægast af þessum byggingum er Curtain Wall House í Tókýó en veggirnir í byggingunni eru úr risastórum hvítum gluggatjöldum sem bærast í vindinum. Í leyni eru glerhurðir sem hægt er að draga fram þegar vont er veður. "Ég held að ég sé enginn frumkvöðull í arkitektúr. Ég nota bara nútímatækni og efni á öðruvísi hátt en aðrir," segir Shigaru. Curtain Wall House í Tókýó þar sem veggirnir eru gluggatjöld. Smart og frumlegt en myndi kannski ekki henta við íslenskar aðstæður. FleiriPappírshús við Yamanaka-vatn í Japan sem Shigaru byggði árið 1995.
Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira