Greiða kostnað vegna kynsjúkdóma 12. september 2005 00:01 Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Í Sjómannalögum segir að ef skipverji, sem er heimilisfastur á Íslandi, sé haldinn berklum eða kynsjúkdómi greiði ríkissjóður kostnað við umönnun og heimferð skipverjans. Sjómennskan er ekkert grín og hafa sjómannsins ástir og ævintýr orðið mörgum yrkisefni og einhverra hluta vegna er í því sambandi iðulega minnst á kærustur í hverri höfn. Erfitt er að segja til um hvort umrætt lagaákvæði hafa eitthvað með þá þjóðsögu að gera að sjómenn séu fjölþreifnari en til dæmis tannlæknar eða kennarar. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings hjá Siglingastofnun, er þetta gamalt lagaákvæði, tekið beint úr dönskum lögum þar sem það er enn í gildi líkt og hér og svo hefur verið a.m.k frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Það er á huldu af hverju kynsjúkdómar eru tilteknir sérstaklega, en Helgi segist geta sér til um að það sé vegna þess að á árum áður hafi kynsjúkdómar grasserað og dregið menn til dauða. Minnugustu menn segjast ekki muna til þess að á þetta lagaákvæði hafi reynt og litlar líkur eru á að það verði í bráð. Það á eingöngu við um sjómenn á íslenskum skipum sem orðin eru fá í alþjóðasiglingum. Til dæmis er allur floti Eimskipa og Samskipa skráður erlendis. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort jafnræðisregla stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilit sé að mismuna aðilum við úrlausn mála, meðal annars á grundvelli þjóðfélagsstöðu, geri það að verkum að það sama gildi um alla Íslendinga sem næla sér í kynsjúkdóm í útlöndum. Hvort ríkissjóði beri ekki að greiða kostnað við umönnun þeirra og ferðina heim. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er það þó ekki svo gott. Aðstoðarmaður ráðherra segir að um sérlög sé að ræða sem eingöngu taki til sjómanna líkt og ákvæði um sjómannaafslátt sem ekki verða túlkuð yfir aðrar stéttir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Í Sjómannalögum segir að ef skipverji, sem er heimilisfastur á Íslandi, sé haldinn berklum eða kynsjúkdómi greiði ríkissjóður kostnað við umönnun og heimferð skipverjans. Sjómennskan er ekkert grín og hafa sjómannsins ástir og ævintýr orðið mörgum yrkisefni og einhverra hluta vegna er í því sambandi iðulega minnst á kærustur í hverri höfn. Erfitt er að segja til um hvort umrætt lagaákvæði hafa eitthvað með þá þjóðsögu að gera að sjómenn séu fjölþreifnari en til dæmis tannlæknar eða kennarar. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings hjá Siglingastofnun, er þetta gamalt lagaákvæði, tekið beint úr dönskum lögum þar sem það er enn í gildi líkt og hér og svo hefur verið a.m.k frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Það er á huldu af hverju kynsjúkdómar eru tilteknir sérstaklega, en Helgi segist geta sér til um að það sé vegna þess að á árum áður hafi kynsjúkdómar grasserað og dregið menn til dauða. Minnugustu menn segjast ekki muna til þess að á þetta lagaákvæði hafi reynt og litlar líkur eru á að það verði í bráð. Það á eingöngu við um sjómenn á íslenskum skipum sem orðin eru fá í alþjóðasiglingum. Til dæmis er allur floti Eimskipa og Samskipa skráður erlendis. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort jafnræðisregla stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilit sé að mismuna aðilum við úrlausn mála, meðal annars á grundvelli þjóðfélagsstöðu, geri það að verkum að það sama gildi um alla Íslendinga sem næla sér í kynsjúkdóm í útlöndum. Hvort ríkissjóði beri ekki að greiða kostnað við umönnun þeirra og ferðina heim. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er það þó ekki svo gott. Aðstoðarmaður ráðherra segir að um sérlög sé að ræða sem eingöngu taki til sjómanna líkt og ákvæði um sjómannaafslátt sem ekki verða túlkuð yfir aðrar stéttir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira