Efnahagsbrotadeildin ekki vön frávísunum 8. nóvember 2005 03:30 Frávísun frá héraðsdómi. Sveinn Andri Sveinsson, Halldór Jónsson og Ásgeir Þór Árnason lögmenn sjást hér í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. MYND/GVA "Þetta er mjög skrítið allt saman og bendir til þess að menn hafi ekki legið sérstaklega yfir þessu. Þarna eru villur sem benda til þess að menn hafi bara skrifað ákæruskjalið og ekki einu sinni lesið það yfir," segir Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Sveins Eyjólfssonar. Framhaldsákæru í máli ríkislögreglustjóra gegn Eyjólfi Sveinssyni, Sveini Eyjólfssyni og átta fyrrverandi forsvarsmönnum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í gær vísað frá héraðsdómi. Framhaldsákæran var gefin út þegar ljóst varð að rangar tölur var að finna í hluta ákærunnar. Í úrskurðinum segir Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari að villur í ákærunni varði grundvöll verknaðarlýsingar og sé vart um smávægilegar villur að ræða. Málið er höfðað gegn stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja en Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota fyrir þremur árum og námu kröfur í þrotabúið 2,2 milljörðum króna. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir að embættið taki þessari frávísun vitanlega alvarlega. "Það er óþekkt fyrirbæri hérna að við verðum fyrir frávísunum," segir Jón. Hann segir að mistök hafi átt sér stað í ritvinnslunni sem höfðu það í för með sér að sundurliðunartöflur enduðu á röngum stöðum. "Þarna eru verknaðarlýsingar sem eru réttar og ekkert hefur verið efast um. Við þurfum að fara yfir málið og átta okkur á því hvað þarf að gera til þess að málið fái efnislega meðferð," segir Jón. Verjendur í málinu sögðu meðal annars fyrir dómi að G-liður framhaldsákærunnar væri algerlega óskiljanlegur, væri hann borinn saman við upphaflega ákæru og því illmögulegt fyrir verjanda að átta sig á hvernig taka á til varna. "Í ákærunni er í mörgum af þessum liðum ekki ákærðir menn sem skattrannsóknarstjóri hefur kært, heldur einhverjir sem skattrannsóknarstjóri kærir bara alls ekki," segir Ragnar Hall. Dómsmál Innlent Lög og regla Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
"Þetta er mjög skrítið allt saman og bendir til þess að menn hafi ekki legið sérstaklega yfir þessu. Þarna eru villur sem benda til þess að menn hafi bara skrifað ákæruskjalið og ekki einu sinni lesið það yfir," segir Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Sveins Eyjólfssonar. Framhaldsákæru í máli ríkislögreglustjóra gegn Eyjólfi Sveinssyni, Sveini Eyjólfssyni og átta fyrrverandi forsvarsmönnum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í gær vísað frá héraðsdómi. Framhaldsákæran var gefin út þegar ljóst varð að rangar tölur var að finna í hluta ákærunnar. Í úrskurðinum segir Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari að villur í ákærunni varði grundvöll verknaðarlýsingar og sé vart um smávægilegar villur að ræða. Málið er höfðað gegn stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja en Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota fyrir þremur árum og námu kröfur í þrotabúið 2,2 milljörðum króna. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir að embættið taki þessari frávísun vitanlega alvarlega. "Það er óþekkt fyrirbæri hérna að við verðum fyrir frávísunum," segir Jón. Hann segir að mistök hafi átt sér stað í ritvinnslunni sem höfðu það í för með sér að sundurliðunartöflur enduðu á röngum stöðum. "Þarna eru verknaðarlýsingar sem eru réttar og ekkert hefur verið efast um. Við þurfum að fara yfir málið og átta okkur á því hvað þarf að gera til þess að málið fái efnislega meðferð," segir Jón. Verjendur í málinu sögðu meðal annars fyrir dómi að G-liður framhaldsákærunnar væri algerlega óskiljanlegur, væri hann borinn saman við upphaflega ákæru og því illmögulegt fyrir verjanda að átta sig á hvernig taka á til varna. "Í ákærunni er í mörgum af þessum liðum ekki ákærðir menn sem skattrannsóknarstjóri hefur kært, heldur einhverjir sem skattrannsóknarstjóri kærir bara alls ekki," segir Ragnar Hall.
Dómsmál Innlent Lög og regla Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira