Enn merki um alþjóðlega starfsemi 15. júlí 2005 00:01 Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Kona og karlmaður af erlendu bergi brotin voru handtekin í tengslum við málið og var karlmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. júlí en konan til 19. júlí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, er ekki hægt að gefa upp hversu mikið magn af fíkniefnum var haldlagt. Málið sé í rannsókn. Í síðustu viku sýndi fréttastofa Stöðvar 2 fréttaröð um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þar kom fram að útlendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér á landi, sérstaklega á sviði fíkniefnasölu. Eru það þá helst menn frá Eystrasaltsríkjunum, Vestur-Afríku og Austur-Evrópu sem þar koma við sögu. Fyrir skemmstu náðust tveir Litháar um borð í Norrænu með fjögur kíló af amfetamíni og fyrir um tveimur vikum var hollensk kona dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn kókaín í hárkollu. Talið er að það smygl hafi verið skipulagt af nígerískum glæpasamtökum en slík hárkollumál hafa skotið upp kollinum víða um Evrópu á síðustu mánuðum. Í síðustu viku var svo réttað í máli tveggja Afríkubúa sem talin eru hafa tengsl við nígerísk glæpasamtök en þeim tókst að stela tveimur bílum á Íslandi og svíkja út rúmar fjórar milljónir úr íslenska bankakerfinu. Lögreglumenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun segja að handtakan í vikunni renni enn frekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi sé kominn til að vera hér á landi og að bregðast þurfi hart við. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Kona og karlmaður af erlendu bergi brotin voru handtekin í tengslum við málið og var karlmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. júlí en konan til 19. júlí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, er ekki hægt að gefa upp hversu mikið magn af fíkniefnum var haldlagt. Málið sé í rannsókn. Í síðustu viku sýndi fréttastofa Stöðvar 2 fréttaröð um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þar kom fram að útlendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér á landi, sérstaklega á sviði fíkniefnasölu. Eru það þá helst menn frá Eystrasaltsríkjunum, Vestur-Afríku og Austur-Evrópu sem þar koma við sögu. Fyrir skemmstu náðust tveir Litháar um borð í Norrænu með fjögur kíló af amfetamíni og fyrir um tveimur vikum var hollensk kona dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn kókaín í hárkollu. Talið er að það smygl hafi verið skipulagt af nígerískum glæpasamtökum en slík hárkollumál hafa skotið upp kollinum víða um Evrópu á síðustu mánuðum. Í síðustu viku var svo réttað í máli tveggja Afríkubúa sem talin eru hafa tengsl við nígerísk glæpasamtök en þeim tókst að stela tveimur bílum á Íslandi og svíkja út rúmar fjórar milljónir úr íslenska bankakerfinu. Lögreglumenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun segja að handtakan í vikunni renni enn frekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi sé kominn til að vera hér á landi og að bregðast þurfi hart við.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira