Þriðjungur tekna í sekt í þrjú ár 29. ágúst 2004 00:01 Lilja G. Jóhannsdóttir hefur verið dæmd til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir að keyra undir áhrifum svefnlyfja sem eru henni nauðsynleg vegna lugnasjúkdóms og svefntruflana. Hún samdi um skuldina og greiðir þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum til ríkissins í þrjú ár. Ömundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir efnaminni einstaklinga hljóta þyngri dóm en sterkefnaðri þegar komi til fjársekta. "Fólk er látið sæta fjársektum í refsingarskyni þannig að það finni fyrir því í pyngjunni. Það segir sig sjálft að einstaklingur sem hefur mjög lágar tekjur, svo ekki sé minnst á þá sem hafa allra lægstu tekjurnar, finna miklu meira fyrir sektum en sá sem býr við mjög góð kjör. Þannig að það má segja að refsingin sé misþung hvað þetta varðar," segir Ögmundur og bætir við: "Mér finnst koma til greina að skoða tekjutengingu fjársekta og leita þá fordæma í útlöndum þar sem slíkt tíðkast." Lögregla stöðvaði för Lilju við Bláfjallaafleggjara síðdegis föstudags í júlí í fyrrasumar og kvartaði undan of hægum akstri hennar. "Ég var á svona 70 kílómetra hraða. Þeir létu mig blása í blöðru sem sýndi engin merki ölvunar en ég nota svefnlyf og þau komu fram," segir Lilja. Í kjölfarið hafi hún verið send í blóðprufu í Kópavogi. Hún hafi ekki heyrt um niðurstöðu hennar fyrr en í maí þegar hún var boðuð í réttarsal. Þar var hún dæmd til að greiða 300 hundruð þúsund króna sekt. Þá missir hún einnig bílprófið í fjóra mánuði. Lilja leitaði ráða hjá lögfræðingi sínum sem benti henni á að semja um greiðslufyrirkomulag skuldarinnar: "Ég gerði það en ég hef svo lítið milli handanna þannig að ég vildi greiða fimm þúsund krónur á mánuði. Það fannst lögreglunni of lítið svo ég teygði mig í tíu þúsund. Nú á ég ekki fyrir mat. Ég hef 70 þúsund krónur á mánuði. Af því greiði ég helming í lífeyrissjóðslán og því lítið sem stendur eftir til að lifa fyrir." Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Lilja G. Jóhannsdóttir hefur verið dæmd til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir að keyra undir áhrifum svefnlyfja sem eru henni nauðsynleg vegna lugnasjúkdóms og svefntruflana. Hún samdi um skuldina og greiðir þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum til ríkissins í þrjú ár. Ömundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir efnaminni einstaklinga hljóta þyngri dóm en sterkefnaðri þegar komi til fjársekta. "Fólk er látið sæta fjársektum í refsingarskyni þannig að það finni fyrir því í pyngjunni. Það segir sig sjálft að einstaklingur sem hefur mjög lágar tekjur, svo ekki sé minnst á þá sem hafa allra lægstu tekjurnar, finna miklu meira fyrir sektum en sá sem býr við mjög góð kjör. Þannig að það má segja að refsingin sé misþung hvað þetta varðar," segir Ögmundur og bætir við: "Mér finnst koma til greina að skoða tekjutengingu fjársekta og leita þá fordæma í útlöndum þar sem slíkt tíðkast." Lögregla stöðvaði för Lilju við Bláfjallaafleggjara síðdegis föstudags í júlí í fyrrasumar og kvartaði undan of hægum akstri hennar. "Ég var á svona 70 kílómetra hraða. Þeir létu mig blása í blöðru sem sýndi engin merki ölvunar en ég nota svefnlyf og þau komu fram," segir Lilja. Í kjölfarið hafi hún verið send í blóðprufu í Kópavogi. Hún hafi ekki heyrt um niðurstöðu hennar fyrr en í maí þegar hún var boðuð í réttarsal. Þar var hún dæmd til að greiða 300 hundruð þúsund króna sekt. Þá missir hún einnig bílprófið í fjóra mánuði. Lilja leitaði ráða hjá lögfræðingi sínum sem benti henni á að semja um greiðslufyrirkomulag skuldarinnar: "Ég gerði það en ég hef svo lítið milli handanna þannig að ég vildi greiða fimm þúsund krónur á mánuði. Það fannst lögreglunni of lítið svo ég teygði mig í tíu þúsund. Nú á ég ekki fyrir mat. Ég hef 70 þúsund krónur á mánuði. Af því greiði ég helming í lífeyrissjóðslán og því lítið sem stendur eftir til að lifa fyrir."
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira