Innlent

Eykur varla eftirspurnina

Guðbjörg Erlingsdóttir, dagskrárstjóri hjá Götusmiðjunnni, segir að tíu bíði eftir meðferð vegna vímuefnavanda þar. Hún á ekki von á því að niðurskurður á sjúkrahúsinu Vogi auki eftirspurnina. Sjúkrahúsið Vogur tekur ekki við börnum yngri en sextán ára, eftir áramótin vegna sparnaðar í rekstri. Sérstök unglingadeild tók þar til starfa árið 2000 og var þá hægt að taka á móti unglingum í vímefnavanda með litlum eða engum fyrirvara. Guðbjörg Erlingsdóttir dagskrárstjóri hjá Götusmiðjunni segist ekki eiga von á aukinni eftirspurn eftir meðferð þar vegna þessa en Barnaverndarstofa vísar unglingum í vímuefnavanda meðal annars til Götusmiðjunnar. Hún segir að flestir unglingar sem sækja í vímuefnameðferð, séu á aldrinum fjórtán til átján ára, en tíu bíði eftir meðferð hjá Götusmiðjunni. Sólveig Ásgrímsdóttir forstöðumaður Unglingaheimilisins á Stuðlum segir ekki ljóst hvaða áhrif lokun unglingadeildar SÁÁ Á Vogi, muni hafa á eftirspurn eftir meðferð á Stuðlum. Þrír unglingar bíða eftir meðferð á Stuðlum og fá inni næstu daga. Sólveig segir að þetta kunni að valda aukinni eftirspurn en það sé alls ekki víst enda séu unglingar eingöngu vistaðir á Stuðlum eftir tilvísun barnaverndaryfirvalda. Á Vog fari þeir hinsvegar af fúsum og frjálsum vilja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×