Innlent

Aðstæður móður ekki metnar

Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að Tryggingastofnun ríkisins hafi ekki metið megin málaðstæður þegar hún synjaði móður í fullu námi við HÍ um fæðingarstyrk veturinn 2001 til 2002. Forsendur Tryggingastofnunar voru að konan hefði ekki lokið tilskildum einingafjölda. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að gögn frá HÍ sem konan lagði fram sýndu að hún hefði verið í fullu námi um veturinn en ekki getað þreytt lokapróf vegna veikinda. Umboðsmaður beinir því þeim tilmælum til Tryggingastofnunar að hún taki mál konunnar upp aftur óski hún eftir því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×