Konur geta haft börn í fangelsi 13. júní 2004 00:01 Heimilt er að konur hafi börn að eins og hálfs árs aldri innan fangelsisveggja, segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og starfsmaður Fangelsisstofnunnar. Ófrísk kona var handtekin í Leifsstöð með 5.005 E-töflur í bakpoka á föstudag. Hún verður í einangrun á Litla-Hrauni til tveggja vikna og á fjögurra til sex ára dóm yfir höfði sér verði hún sakfelld. Konan er frá Sierra Leone en með hollenskt vegabréf samkvæmt sýslumanni á Keflavíkurflugvelli. Erlendur segir að algengt sé að erlendir ríkisborgarar sem afpláni refsivist hér á landi sitji aðeins helming dómsins í stað þess að afplána tvo þriðju hluta hans eins og dæmdir landsmenn. "Það hefur verið reglan því tekið er tillit til þess að menn afpláni við miklu erfiðari aðstæður. Ættingjar eigi erfitt með að heimsækja viðkomandi og tungumálið sé erfitt," segir Erlendur. Erlendur segir að aðstæður til vistunar í eingangrun á Litla-Hrauni séu ágætar og að starfsfólk sé þjálfað til að sjá um fangana en aldrei sé gott fyrir vanfærar konur eða fólk í erfiðleikum að vera í einangrun."Það er náttúrulega ekki við sem ákveðum það heldur dómarinn sem úrskurðar í gæsluvarðhald." Erlendur segir að þegar einangruninni ljúki fari konan væntanlega í kvennafangelsið í Kópavogi. Þar njóti hún umönnunnar hjúkrunarstarfólks, fari í mæðraskoðanir og fæði á sjúkrahúsi. Hún komi síðan aftur í fangelsið þegar læknir metur að það sé í lagi."Fangelsi eru ekki byggð fyrir börn en þau mál verða bara leyst. Það eru eins manns herbergi á Kópavogsfangelsinu og það er hægt að hafa þar kornabarn. Það verður gert ef til þess kemur," segir Erlendur. Ekki er útilokað að konan afpláni í Hollandi en það þyrftu hollensk yfirvöld að samþykkja sem getur tekið langan tíma, segir Erlendur. Hann bendir á að málið sé á frumstigi og enn sé allt óljóst. "Einhverra hluta vegna valdi hún að gera þetta og slapp ekki með það. Þá tekur hún afleiðingunum af því eins og aðrir verði hún dæmd," segir Erlendur. Fréttir Innlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Sjá meira
Heimilt er að konur hafi börn að eins og hálfs árs aldri innan fangelsisveggja, segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og starfsmaður Fangelsisstofnunnar. Ófrísk kona var handtekin í Leifsstöð með 5.005 E-töflur í bakpoka á föstudag. Hún verður í einangrun á Litla-Hrauni til tveggja vikna og á fjögurra til sex ára dóm yfir höfði sér verði hún sakfelld. Konan er frá Sierra Leone en með hollenskt vegabréf samkvæmt sýslumanni á Keflavíkurflugvelli. Erlendur segir að algengt sé að erlendir ríkisborgarar sem afpláni refsivist hér á landi sitji aðeins helming dómsins í stað þess að afplána tvo þriðju hluta hans eins og dæmdir landsmenn. "Það hefur verið reglan því tekið er tillit til þess að menn afpláni við miklu erfiðari aðstæður. Ættingjar eigi erfitt með að heimsækja viðkomandi og tungumálið sé erfitt," segir Erlendur. Erlendur segir að aðstæður til vistunar í eingangrun á Litla-Hrauni séu ágætar og að starfsfólk sé þjálfað til að sjá um fangana en aldrei sé gott fyrir vanfærar konur eða fólk í erfiðleikum að vera í einangrun."Það er náttúrulega ekki við sem ákveðum það heldur dómarinn sem úrskurðar í gæsluvarðhald." Erlendur segir að þegar einangruninni ljúki fari konan væntanlega í kvennafangelsið í Kópavogi. Þar njóti hún umönnunnar hjúkrunarstarfólks, fari í mæðraskoðanir og fæði á sjúkrahúsi. Hún komi síðan aftur í fangelsið þegar læknir metur að það sé í lagi."Fangelsi eru ekki byggð fyrir börn en þau mál verða bara leyst. Það eru eins manns herbergi á Kópavogsfangelsinu og það er hægt að hafa þar kornabarn. Það verður gert ef til þess kemur," segir Erlendur. Ekki er útilokað að konan afpláni í Hollandi en það þyrftu hollensk yfirvöld að samþykkja sem getur tekið langan tíma, segir Erlendur. Hann bendir á að málið sé á frumstigi og enn sé allt óljóst. "Einhverra hluta vegna valdi hún að gera þetta og slapp ekki með það. Þá tekur hún afleiðingunum af því eins og aðrir verði hún dæmd," segir Erlendur.
Fréttir Innlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Sjá meira