Innlent

Esjudagur fjölskyldunnar

Árlegur Esjudagur fjölskyldunnar er í dag en eins og nafnið gefur til kynna felst hann í því að ganga á Esju, borgarfjall Reykjavíkur. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis stendur fyrir Esjudeginum og er þetta sjötta árið í röð sem hann er haldinn. Í tilkynningu frá Sparisjóðnum segir að þetta sé sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem hver og einn geti fundi eitthvað við sitt hæfi. Meðan þeir alsprækustu reyni með sér í Esjukapphlaupinu geti aðrir gengið í rólegheitum upp á Þverfellshorn eða gengið um skógræktarsvæðið, dundað sér með Benedikt búálfi og gætt sér á ís. Fjölskylduhátíðin hefst klukkan eitt og þá verður einnig ræst í Esjukapphlaupið en skráning í það hefst klukkan tólf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×