Fiskifræði Hafró gengur ekki upp 13. júní 2004 00:01 "Þessar tillögur frá Hafrannsóknarstofnun sanna það enn einu sinni að starfsmenn hennar vita ekkert í þennan heim né annan þegar kemur að fiskveiðum," segir Ásgeir Guðbjartsson, fyrrverandi skipstjóri á Ísafirði, vegna tillagna Hafró fyrir næsta fiskveiðiár. Meta menn innan hennar það svo að skerða beri þorskkvóta um fjögur þúsund tonn þar sem æti fyrir þorskinn sé af skornum skammti meðan ekki finnst nein loðna. Á móti auka þeir heimildir í ýsu og ufsa en það er skammgóður vermir þar sem verð á mörkuðum fyrir þessar tegundir eru lág. Margir sjómenn sem Fréttablaðið hefur rætt við eru orðnir langþreyttir á hugmynda- og samstarfsleysi Hafrannsóknastofnunarinnar. Ásgeir segir víst að haldi sjór áfram að hlýna við landið eins og vísindamenn telja sé næsta víst að þorskurinn hverfi lengra norður í kaldari sjó en nú er. "Það er ekki mikill þorskur hér á miðum fyrir vestan og austan eins og sakir standa og það er fyrirséð að veiðar á þorski minnka mikið næstu ár hlýni sjórinn meira. Ég held eindregið að þessir blessuðu fiskifræðingar eigi að víkka sjóndeildarhring sinn og jafnvel taka mark á Jóni Kristjánssyni. Tuttugu ár er nægur tími til að sjá að þessi fiskifræði Hafrannsóknarstofnunar gengur alls ekki upp." Sigurður Sigurðsson, skipstjóri á Brettingi frá Vopnafirði, tekur alls hugar undir orð Ásgeirs. "Það er fleira undarlegt á seyði en hvarf loðnunnar. Hér fyrir austan finnst ekki grálúðan lengur og karfinn er ekki á sínum venjubundnu stöðum heldur. Hafró hefur engar kenningar eða hugmyndir um hvað þarna er á seyði og virðist ótrúlega oft úti á þekju í spám sínum og tillögum. Ráðgjöf þeirra fyrir næsta fiskveiðiár er út í hött og mér eru minnisstæð orð Jakobs Jakobssonar, fyrrum forstjóra Hafró, fyrir nokkrum árum þegar hann dásamaði fiskveiðistefnu Kanadamanna á sama tíma og hann fann veiðum í Barentshafi allt til foráttu. Þremur árum síðar fannst ekki hornsíli við Kanada en hvert metið af fætur öðru var slegið í Barentshafi. Þetta segir allt sem segja þarf um stofnunina." Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
"Þessar tillögur frá Hafrannsóknarstofnun sanna það enn einu sinni að starfsmenn hennar vita ekkert í þennan heim né annan þegar kemur að fiskveiðum," segir Ásgeir Guðbjartsson, fyrrverandi skipstjóri á Ísafirði, vegna tillagna Hafró fyrir næsta fiskveiðiár. Meta menn innan hennar það svo að skerða beri þorskkvóta um fjögur þúsund tonn þar sem æti fyrir þorskinn sé af skornum skammti meðan ekki finnst nein loðna. Á móti auka þeir heimildir í ýsu og ufsa en það er skammgóður vermir þar sem verð á mörkuðum fyrir þessar tegundir eru lág. Margir sjómenn sem Fréttablaðið hefur rætt við eru orðnir langþreyttir á hugmynda- og samstarfsleysi Hafrannsóknastofnunarinnar. Ásgeir segir víst að haldi sjór áfram að hlýna við landið eins og vísindamenn telja sé næsta víst að þorskurinn hverfi lengra norður í kaldari sjó en nú er. "Það er ekki mikill þorskur hér á miðum fyrir vestan og austan eins og sakir standa og það er fyrirséð að veiðar á þorski minnka mikið næstu ár hlýni sjórinn meira. Ég held eindregið að þessir blessuðu fiskifræðingar eigi að víkka sjóndeildarhring sinn og jafnvel taka mark á Jóni Kristjánssyni. Tuttugu ár er nægur tími til að sjá að þessi fiskifræði Hafrannsóknarstofnunar gengur alls ekki upp." Sigurður Sigurðsson, skipstjóri á Brettingi frá Vopnafirði, tekur alls hugar undir orð Ásgeirs. "Það er fleira undarlegt á seyði en hvarf loðnunnar. Hér fyrir austan finnst ekki grálúðan lengur og karfinn er ekki á sínum venjubundnu stöðum heldur. Hafró hefur engar kenningar eða hugmyndir um hvað þarna er á seyði og virðist ótrúlega oft úti á þekju í spám sínum og tillögum. Ráðgjöf þeirra fyrir næsta fiskveiðiár er út í hött og mér eru minnisstæð orð Jakobs Jakobssonar, fyrrum forstjóra Hafró, fyrir nokkrum árum þegar hann dásamaði fiskveiðistefnu Kanadamanna á sama tíma og hann fann veiðum í Barentshafi allt til foráttu. Þremur árum síðar fannst ekki hornsíli við Kanada en hvert metið af fætur öðru var slegið í Barentshafi. Þetta segir allt sem segja þarf um stofnunina."
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira