Innlent

Færri hross flutt út

Færi hross voru flutt út á fimm fyrstu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Þá höfðu verið flutt út 619 hross á móti 591 nú. Ef litið er á útflutning til hinna ýmsu landa hafa verið flutt 30 hross til Austurríkis á móti 17 á sama tíma í fyrra. Samtals 116 hafa farið til Þýskalands nú á móti 91 í fyrra. Til Danmerkur hafa nú verið seld 94 hross en voru 74 í fyrra. Samdráttur hefur aftur orðið á Svíþjóðarmarkaði. Þangað fóru 235 hross á fyrstu fimm mánuðum síðasta árs, en 178 í ár. Sala til Noregs hefur einnig dregist saman það sem af er árinu, því í fyrra fóru þangað 86 hross, en 43 í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×