Gætu orðið rasssíðir við að smala 19. desember 2004 00:01 "Við kærum, það er engin spurning," segir Stefán Halldórsson, eigandi jarðarinnar Brúar á Jökuldal, en ríkið gerir kröfu um að eignast um 95 prósent þess lands sem fram til þessa hefur tilheyrt Brú. "Ég átti ekki von á þessu og hélt að menn hefðu dregið einhvern lærdóm af dómunum á Suðurlandi." Brú á Jökuldal er ein af stærstu jörðum landsins en Stefán kann ekki að nefna tölur þegar hann er spurður hve stór hún sé. "Ég er ekki með stærðina á hraðbergi en einhvers staðar stendur að jörðin sé á stærð við Færeyjar," segir hann og bendir á að til séu heimildir frá um 1500 þar sem skýrt sé kveðið á um að löndin tilheyri Brú. Stefán hefur vitaskuld farið með jörðina sem sína eigin og meira að segja veitt ríkinu leyfi til að friðlýsa svæði innan hennar. "Ríkið óskaði eftir að fá að friðlýsa hluta landsins og síðar var beðið um að fá að breyta mörkum friðlandsins út af hugsanlegri virkjun. Ég veitti auðvitað þessi leyfi," segir Stefán og finnst heldur öfugsnúið að nú skuli ríkið koma og þykjast eiga jörðina. Laufey Bjarkadóttir býr á Hafrafellstungu I í Öxarfjarðarhreppi og er jafn hlessa á úrskurði Óbyggðanefndar og Stefán á Brú. "Við erum eiginlega orðlaus," segir hún, enda til gömul skjöl með greinilegum landamerkjum sem sýni hvað heyri til Hafrafellstungu og hvað ekki. "Ég hélt að við myndum fá að halda þessu landi því þetta er svo sem ekki þannig svæði að menn séu mikið að ferðast um það," svarar hún spurð hverju hún hafi búist við af hálfu ríkisins. "Þetta eru bara stór heiðalönd. Ég skil að ríkið vilji það land sem liggur að Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjöllin, Dettifoss og fleira. Ég skil hins vegar ómögulega að ríkið vilji landið mitt hér uppi á heiði þar sem ekkert er nema fljúgandi fugl og ær á beit." Landeigendum ber, lögum samkvæmt, að smala lönd sín hvort sem þeir eiga kindur eða ekki. Ríkið þyrfti að axla þær skyldur ef gengið yrði að kröfum þess. Þrjá daga tekur að smala heiðar Hafrafellstungu. "Ja, þeir gætu orðið rasssíðir við að smala," segir Laufey og hlær. Dómsmál Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
"Við kærum, það er engin spurning," segir Stefán Halldórsson, eigandi jarðarinnar Brúar á Jökuldal, en ríkið gerir kröfu um að eignast um 95 prósent þess lands sem fram til þessa hefur tilheyrt Brú. "Ég átti ekki von á þessu og hélt að menn hefðu dregið einhvern lærdóm af dómunum á Suðurlandi." Brú á Jökuldal er ein af stærstu jörðum landsins en Stefán kann ekki að nefna tölur þegar hann er spurður hve stór hún sé. "Ég er ekki með stærðina á hraðbergi en einhvers staðar stendur að jörðin sé á stærð við Færeyjar," segir hann og bendir á að til séu heimildir frá um 1500 þar sem skýrt sé kveðið á um að löndin tilheyri Brú. Stefán hefur vitaskuld farið með jörðina sem sína eigin og meira að segja veitt ríkinu leyfi til að friðlýsa svæði innan hennar. "Ríkið óskaði eftir að fá að friðlýsa hluta landsins og síðar var beðið um að fá að breyta mörkum friðlandsins út af hugsanlegri virkjun. Ég veitti auðvitað þessi leyfi," segir Stefán og finnst heldur öfugsnúið að nú skuli ríkið koma og þykjast eiga jörðina. Laufey Bjarkadóttir býr á Hafrafellstungu I í Öxarfjarðarhreppi og er jafn hlessa á úrskurði Óbyggðanefndar og Stefán á Brú. "Við erum eiginlega orðlaus," segir hún, enda til gömul skjöl með greinilegum landamerkjum sem sýni hvað heyri til Hafrafellstungu og hvað ekki. "Ég hélt að við myndum fá að halda þessu landi því þetta er svo sem ekki þannig svæði að menn séu mikið að ferðast um það," svarar hún spurð hverju hún hafi búist við af hálfu ríkisins. "Þetta eru bara stór heiðalönd. Ég skil að ríkið vilji það land sem liggur að Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjöllin, Dettifoss og fleira. Ég skil hins vegar ómögulega að ríkið vilji landið mitt hér uppi á heiði þar sem ekkert er nema fljúgandi fugl og ær á beit." Landeigendum ber, lögum samkvæmt, að smala lönd sín hvort sem þeir eiga kindur eða ekki. Ríkið þyrfti að axla þær skyldur ef gengið yrði að kröfum þess. Þrjá daga tekur að smala heiðar Hafrafellstungu. "Ja, þeir gætu orðið rasssíðir við að smala," segir Laufey og hlær.
Dómsmál Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira