Ekki árás Valhallar 12. ágúst 2004 00:01 Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir misskilning liggja í þeirri túlkun Gunnars I. Birgissonar, flokksfélaga síns í Kópavogi, að höfnun borgarráðs á vatnslögn Kópavogsbæjar um land Reykjavíkurborgar sé árás Valhallar á Sjálfstæðismenn í Kópavogi. Bæjarverkfræðingur í Kópavogi undrast ummæli oddvitans um að hægt sé að fara aðra leið með lögnina. Samhljóða synjaði borgarráð Kópavogsbæ um framkvæmdaleyfi við vatnslögn í Heiðmörk þar sem það telur landið vera í eigu Reykvíkinga. Borgarráð tók undir álit borgarlögmanns um að leyfa ekki vatnslögnina fyrr en að leyst hafi verið úr deilum um eignarhald á svæðinu, svokölluðum Vatnsendakrikum. Í Fréttablaðinu í morgun er haft eftir Gunnari I. Birgissyni, formanni bæjarráðs Kópavogs, að hann trúi öllu upp á R-istann en eigi erfitt með að trúa þessu upp á sjálfstæðismenn í borginni. Gunnar segir það koma sér á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, skuli greiða atkvæði gegn vatnslögninni. Vilhjálmur svarar því til að í fyrsta lagi hafi hann aldrei verið aðsoðarframkvæmdastjóri flokksins, eins og segir í Fréttablaðinu, og í öðru lagi komi þetta mál Valhöll ekkert við. Hér sé um ágreiningsefni milli tveggja sveitarfélaga að ræða og að afstaða sín og og borgarráðs byggist eingöngu á faglegri umsögn borgarlögmanns en ekki einhverri geðþóttaákvörðun. Vilhjálmur tekur hins vegar undir þau ummæli Sigurðar Geirdals, bæjarstjóra í Kópavogi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það sé verið að færa samskipti bæjarfélaganna langt aftur í tímann og vonar hann að R-listinn nái sátt við Kópavogsbæ um málið. Vilhjálmur bendir á að Kópavogsbær geti farið aðra leið með lögnina sem yrði hugsanleg lausn í málinu. Þórarinn Hjaltason, bæjarverkfræðingur í Kópavogi, undrast þessi ummæli þar sem að leið sem liggi um land Garðabæjar sé lengri og því dýrari. Hann segir embættismenn Kópavogs og Reykjavíkur hafa rætt málið í marga mánuði og þetta sé í fyrsta sinn sem ábending hafi komið um að fara lengri leiðina. Þórarinn bendir á að í umsögn Reykjavíkurborgar til Skipulagsstofnunar á sínum tíma, þegar kannað var hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, hafi ekki verið gerð nein athugasemd við staðsetningu vatnslagnarinnar, enda eigi hún að liggja að mestu leyti við hliðina á núverandi vegarslóðum. Bæjarverkfræðingur og lögfræðingur framkvæmda- og tæknisviðs Kópavogs mættu á fund bæjarráðs nú klukkan tólf til að fara yfir stöðu mála. Hægt er að hlusta á brot úr viðtali við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir misskilning liggja í þeirri túlkun Gunnars I. Birgissonar, flokksfélaga síns í Kópavogi, að höfnun borgarráðs á vatnslögn Kópavogsbæjar um land Reykjavíkurborgar sé árás Valhallar á Sjálfstæðismenn í Kópavogi. Bæjarverkfræðingur í Kópavogi undrast ummæli oddvitans um að hægt sé að fara aðra leið með lögnina. Samhljóða synjaði borgarráð Kópavogsbæ um framkvæmdaleyfi við vatnslögn í Heiðmörk þar sem það telur landið vera í eigu Reykvíkinga. Borgarráð tók undir álit borgarlögmanns um að leyfa ekki vatnslögnina fyrr en að leyst hafi verið úr deilum um eignarhald á svæðinu, svokölluðum Vatnsendakrikum. Í Fréttablaðinu í morgun er haft eftir Gunnari I. Birgissyni, formanni bæjarráðs Kópavogs, að hann trúi öllu upp á R-istann en eigi erfitt með að trúa þessu upp á sjálfstæðismenn í borginni. Gunnar segir það koma sér á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, skuli greiða atkvæði gegn vatnslögninni. Vilhjálmur svarar því til að í fyrsta lagi hafi hann aldrei verið aðsoðarframkvæmdastjóri flokksins, eins og segir í Fréttablaðinu, og í öðru lagi komi þetta mál Valhöll ekkert við. Hér sé um ágreiningsefni milli tveggja sveitarfélaga að ræða og að afstaða sín og og borgarráðs byggist eingöngu á faglegri umsögn borgarlögmanns en ekki einhverri geðþóttaákvörðun. Vilhjálmur tekur hins vegar undir þau ummæli Sigurðar Geirdals, bæjarstjóra í Kópavogi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það sé verið að færa samskipti bæjarfélaganna langt aftur í tímann og vonar hann að R-listinn nái sátt við Kópavogsbæ um málið. Vilhjálmur bendir á að Kópavogsbær geti farið aðra leið með lögnina sem yrði hugsanleg lausn í málinu. Þórarinn Hjaltason, bæjarverkfræðingur í Kópavogi, undrast þessi ummæli þar sem að leið sem liggi um land Garðabæjar sé lengri og því dýrari. Hann segir embættismenn Kópavogs og Reykjavíkur hafa rætt málið í marga mánuði og þetta sé í fyrsta sinn sem ábending hafi komið um að fara lengri leiðina. Þórarinn bendir á að í umsögn Reykjavíkurborgar til Skipulagsstofnunar á sínum tíma, þegar kannað var hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, hafi ekki verið gerð nein athugasemd við staðsetningu vatnslagnarinnar, enda eigi hún að liggja að mestu leyti við hliðina á núverandi vegarslóðum. Bæjarverkfræðingur og lögfræðingur framkvæmda- og tæknisviðs Kópavogs mættu á fund bæjarráðs nú klukkan tólf til að fara yfir stöðu mála. Hægt er að hlusta á brot úr viðtali við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira