Innlent

Neytendur borga brúsann

Formaður Neytendasamtakanna segir að á endanum verði það neytendur sem borgi brúsann vegna samráðs olíufélaganna. Nauðsynlegt sé að láta reyna á bótarétt neytenda. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna segist hryggur yfir því að lesa skýrsluna, hvað brotaviljinn hafi verið einbeittur og hvað brotin hafa staðið lengi. Allan þann tíma hafi neytendur þurft að blæða fyrir samráðið. Jóhannes segir þetta sína það að það þurfi að efla Samkeppnisstofnun og gera henni kleyft að taka hratt á málum sem geti valdið neytendum tjóni. Slíkt verði að koma í veg fyrir sem allra fyrst. Jóhannes segir samráðið skila sér í verði til neytenda með ýmsum hætti, stórir viðskiptavinir olíufélaganna láti hugsanlega þennan aukna kostnað sinn, inn í vöruverð. Hann segist vilja skoða þann möguleika að neytandi sem eigi nótur aftur í tímann láti lögfræðinga Neytendasamtakanna skoða það hvort hann eigi heimtingu á skaðabótum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×