Innlent

Anna Pálína látin

Anna Pálína Árnadóttir söngkona og dagskrárgerðarmaður er látin, 41 árs að aldri. Anna Pálína var einkum kunn fyrir flutning sinn á norrænni vísnatónlist og barnalögum, en einnig voru íslensk sönglög, þjóðlög, sálmar og djasstónlist á efnisskrá hennar. Sérstaka viðurkenningu hlaut hún fyrir dagskrána Berrössuð á tánum, sem gerð var fyrir leikskóla, og þá var plata hennar, Guð og gamlar konur, tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna í fyrra. Á síðustu árum vakti hún athygi með fyrirlestrum um líf sitt með krabbameini en bók hennar um það efni, Ótuktin, kom út í vor. Hún hafði nýlokið við upptöku á nýjum geisladiski sem kemur út innan skamms. Anna Pálína lætur eftir sig eiginmann, Aðalstein Ásberg Sigurðsson, og þrjú börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×