Innlent

Mæðgur sluppu vel eftir veltu

Mæðgur sluppu ótrúlega vel þegar jeppi sem þær voru í valt á Dynjandisheiði í gær. Tilkynnt var um slysið laust fyrir klukkan 18 og fóru lögreglumenn frá Patreksfirði og Ísafirði á staðinn og sjúkrabíll frá Þingeyri. Mikil hálka var á slysstað og hafði jeppinn því verið á hægri ferð. Hann valt út fyrir veginn og í stórgrýti með þeim afleiðingum að yfirbygging hans lagðist saman og bæði afturhjólin brotnuðu undan honum. Læknir kom á staðinn með Ísafjarðarlögreglunni og skoðaði hann mæðgurnar á slysstað, en þær reyndust lítið meiddar og fóru með lögreglubíl á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði þykir með ólíkindum hversu vel þær sluppu miðað við hvernig bíllinn var útleikinn. Talið er að bílbeltanotkun hafi þar haft mikið að segja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×