Bruninn kostaði 73 milljónir 16. nóvember 2004 00:01 Kvikmyndafyrirtækinu Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Baltasar Kormákur, annar eigandi Sagnar, segir dóminn gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtækið og muni væntanlega setja það á hausinn reynist þetta verða endanleg niðurstaða. Eyvindur Sólnes, lögmaður Síldarvinnslunnar, vill ekki tjá sig um dóminn en segir hann vel rökstuddan. Þótti dómnum ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafa verið óvarleg og gáleysisleg. Á þeirri ákvörðun beri framleiðendur myndarinnar ábyrgð á. Telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á að veðurhamur meðan á tökum stóð hafi valdið því að eldur hafi komist inn fyrir brunavarnir hússins. "Frystihúsið var ekki lengur í notkun og er á snjóflóðasvæði þannig að ekki mátti vinna í því á veturna. Að þurfa að greiða svo mikla peninga fyrir þetta hús er svakalegt áfall," segir Baltasar. Dómurinn fellst ekki á að framangreindar staðhæfingar eigi að leiða til verðlækkunar á frystihúsinu og segir þær engum gögnum studdar. Baltasar segir ekki annað koma til greina en að áfrýja dómnum. "Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir brunann. Lögregla og slökkvilið voru á staðnum og við fengum þeirra samþykki. Auk þess hafi tökum verið seinkað þar til veðrið gengi niður og allar lögregluskýrslur styðja það, en eitthvað breyttist framburðurinn," segir Baltasar. Síldarvinnslan stefndi kvikmyndafélaginu Sögn og Tryggingamiðstöðinni vegna tjónsins sem varð á frystihúsinu. Tryggingafélagið var sýknað af kröfunum þar sem notkun á húsinu hafði breyst. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að kveikt yrði í því viljandi. Frystihúsið hefur nú verið gert upp og klætt að utan í sama stíl og aðrar byggingar Síldarvinnslunnar í bænum. Verða efri hæðir hússins nýttar undir geymslur en á jarðhæð verður áfram aðstaða fyrirtækisins fyrir tilraunaeldi á hlýra og þorski eins og verið hefur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækinu Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Baltasar Kormákur, annar eigandi Sagnar, segir dóminn gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtækið og muni væntanlega setja það á hausinn reynist þetta verða endanleg niðurstaða. Eyvindur Sólnes, lögmaður Síldarvinnslunnar, vill ekki tjá sig um dóminn en segir hann vel rökstuddan. Þótti dómnum ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafa verið óvarleg og gáleysisleg. Á þeirri ákvörðun beri framleiðendur myndarinnar ábyrgð á. Telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á að veðurhamur meðan á tökum stóð hafi valdið því að eldur hafi komist inn fyrir brunavarnir hússins. "Frystihúsið var ekki lengur í notkun og er á snjóflóðasvæði þannig að ekki mátti vinna í því á veturna. Að þurfa að greiða svo mikla peninga fyrir þetta hús er svakalegt áfall," segir Baltasar. Dómurinn fellst ekki á að framangreindar staðhæfingar eigi að leiða til verðlækkunar á frystihúsinu og segir þær engum gögnum studdar. Baltasar segir ekki annað koma til greina en að áfrýja dómnum. "Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir brunann. Lögregla og slökkvilið voru á staðnum og við fengum þeirra samþykki. Auk þess hafi tökum verið seinkað þar til veðrið gengi niður og allar lögregluskýrslur styðja það, en eitthvað breyttist framburðurinn," segir Baltasar. Síldarvinnslan stefndi kvikmyndafélaginu Sögn og Tryggingamiðstöðinni vegna tjónsins sem varð á frystihúsinu. Tryggingafélagið var sýknað af kröfunum þar sem notkun á húsinu hafði breyst. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að kveikt yrði í því viljandi. Frystihúsið hefur nú verið gert upp og klætt að utan í sama stíl og aðrar byggingar Síldarvinnslunnar í bænum. Verða efri hæðir hússins nýttar undir geymslur en á jarðhæð verður áfram aðstaða fyrirtækisins fyrir tilraunaeldi á hlýra og þorski eins og verið hefur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira