Dottað í drottningarstólnum 8. september 2004 00:01 "Ég á mér uppáhaldsstól sem ég sef í fyrir framan sjónvarpið," segir Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri. "Ég held voða mikið upp á hann. Þetta er stóll sem foreldrar mínir áttu og var upphaflega hluti af sófasetti. Stóllinn kom til þeirra í Selvog, sem er næsti bær við Strandarkirkju, fyrir margt löngu og er orðinn talsvert meira en 100 ára. Hann hefur nú fengið upplyftingu síðan, en er ennþá ægilega virðulegur, með vínrauðu flauelsáklæði, snúrum og hvaðeina. Það kemur alltaf mikil værð yfir mig þegar ég sest í þennan stól, ég hreinlega svíf á braut," segir Sigríður hlæjandi. Þó að Sigríður segist vera mikil kertakona og finnist kósí að sitja við kertaljós á haustkvöldum nærist hún á birtunni. "Ég þarf birtu og sæki mikið í hana, en skammdegið er mér ekkert erfitt." Sigríður er kennari í Selmennt, sem er framhaldsskóli fyrir fatlaða, en leikstýrir líka leikhópnum Perlunni, sem er leikhópur þroskaskertra. "Þar eru þar miklir og góðir listamenn," segir Sigríður stolt. "Við erum einmitt nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem krakkarnir gerðu garðinn frægan. Við sýndum Vor eftir Stein Steinarr í enskri þýðingu Karls Guðmundssonar við tónlist eftir Ágúst Svavarsson. Síðan voru dansarnir eftir Láru Stefánsdóttur sem var með í för. Það er alveg óhætt að segja að við höfum komið, séð og sigrað í stórborginni," segir Sigríður, ánægð með hópinn sinn. Hún segir leiklistina vera sínar ær og kýr, svo og gönguferðir og útivist og að rækta eitthvað í kringum sig, hvort sem það eru nú plöntur eða mannfólkið sjálft. "Ég var byrjuð að leika áður en ég vissi hvað leiklist var og notaði tölurnar hennar mömmu til að setja upp heilu leikritin," segir Sigríður, hallar sér aftur í drottningarstólnum ... og er þegar farin að dotta. Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
"Ég á mér uppáhaldsstól sem ég sef í fyrir framan sjónvarpið," segir Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri. "Ég held voða mikið upp á hann. Þetta er stóll sem foreldrar mínir áttu og var upphaflega hluti af sófasetti. Stóllinn kom til þeirra í Selvog, sem er næsti bær við Strandarkirkju, fyrir margt löngu og er orðinn talsvert meira en 100 ára. Hann hefur nú fengið upplyftingu síðan, en er ennþá ægilega virðulegur, með vínrauðu flauelsáklæði, snúrum og hvaðeina. Það kemur alltaf mikil værð yfir mig þegar ég sest í þennan stól, ég hreinlega svíf á braut," segir Sigríður hlæjandi. Þó að Sigríður segist vera mikil kertakona og finnist kósí að sitja við kertaljós á haustkvöldum nærist hún á birtunni. "Ég þarf birtu og sæki mikið í hana, en skammdegið er mér ekkert erfitt." Sigríður er kennari í Selmennt, sem er framhaldsskóli fyrir fatlaða, en leikstýrir líka leikhópnum Perlunni, sem er leikhópur þroskaskertra. "Þar eru þar miklir og góðir listamenn," segir Sigríður stolt. "Við erum einmitt nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem krakkarnir gerðu garðinn frægan. Við sýndum Vor eftir Stein Steinarr í enskri þýðingu Karls Guðmundssonar við tónlist eftir Ágúst Svavarsson. Síðan voru dansarnir eftir Láru Stefánsdóttur sem var með í för. Það er alveg óhætt að segja að við höfum komið, séð og sigrað í stórborginni," segir Sigríður, ánægð með hópinn sinn. Hún segir leiklistina vera sínar ær og kýr, svo og gönguferðir og útivist og að rækta eitthvað í kringum sig, hvort sem það eru nú plöntur eða mannfólkið sjálft. "Ég var byrjuð að leika áður en ég vissi hvað leiklist var og notaði tölurnar hennar mömmu til að setja upp heilu leikritin," segir Sigríður, hallar sér aftur í drottningarstólnum ... og er þegar farin að dotta.
Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira