Elri gæti komið í stað lúpínu 25. nóvember 2004 00:01 Síðustu tvo áratugina hafa verið gerðar tilraunir hér á landi með notkun elris í landgræðslu og skógrækt. Elri er trjátegund sem hefur svipaða eiginleika og lúpína, en á rótum beggja eru baktería sem bindur köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Báðar tegundir eru harðgerar og hafa verið notaðar til að græða upp land þar sem næringarefni eru af skornum skammti í jarðvegi. Þó svo að elrið sé innflutt svipar því mjög til birkis og sker sig því ekki jafn mikið úr umhverfinu og lúpínan. Því er talið að elri kunni að hugnast einhverjum betur til uppgræðslu á sumum svæðum svo sem þar sem verið er að rækta upp sumarbústaðalendur. "Elri er með bakteríur af Frankíu-tegund á rótum sem binda köfnunarefni úr andrúmsloftinu, sem er nákvæmlega sama virkni og á rótum lúpínu," segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. "Í heimkynnum sínum eru þetta tegundir sem ná fyrstar fótfestu þar sem land hefur skemmst í skriðum, áraurum, eða einhverju slíku, ásamt auðvitað lúpínu og fleiri köfnunarefnissmitandi jurtum. Svo koma hinar tegundirnar á eftir þegar búið er að bæta jarðveginn. Elri er þannig eins og nokkurs konar köfnunarefnis- eða áburðarverksmiðja." Hreinn segir að fjöldi tegunda elris séu til, svo sem sitkaelri, gráelri, blæelri, kjarrelri og fleiri til. "Margar þessara tegunda þrífast vel hér og getur farið inn á rýrt land. Þær þrífast samt best þar sem grunnvatn er hátt. Á mjög þurrum melum eiga þær oft erfitt fyrstu árin. Á slíkum svæðum er lúpínan seigari," segir Hreinn, en telur að elri kunni að henta betur en lúpína á stöðum á borð við Skógasand þar sem settar voru upp stíflur og stutt er niður í vatn. Hreinn telur tæpast að útbreiðsla elris geti orðið jafn mikil og lúpínu, því elrið beri litla köngla sem borist geti með vindi um lengri veg, meðan lúpínan fari stutt og dreifi sér með vatni eða slíku. "Elri er hins vegar ekki mikið gróðursett, enn sem komið er. Það hefur gengið erfiðlega að rækta þetta vegna vandamála sem upp hafa komið við að smita ræturnar bakteríunni. En ef fólk vill ekki fá lúpínuna inn getur það svo sem prófað elri, haustlitirnir eru svona gulleitir, svipaðir og hjá birkinu," segir Hreinn. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Síðustu tvo áratugina hafa verið gerðar tilraunir hér á landi með notkun elris í landgræðslu og skógrækt. Elri er trjátegund sem hefur svipaða eiginleika og lúpína, en á rótum beggja eru baktería sem bindur köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Báðar tegundir eru harðgerar og hafa verið notaðar til að græða upp land þar sem næringarefni eru af skornum skammti í jarðvegi. Þó svo að elrið sé innflutt svipar því mjög til birkis og sker sig því ekki jafn mikið úr umhverfinu og lúpínan. Því er talið að elri kunni að hugnast einhverjum betur til uppgræðslu á sumum svæðum svo sem þar sem verið er að rækta upp sumarbústaðalendur. "Elri er með bakteríur af Frankíu-tegund á rótum sem binda köfnunarefni úr andrúmsloftinu, sem er nákvæmlega sama virkni og á rótum lúpínu," segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. "Í heimkynnum sínum eru þetta tegundir sem ná fyrstar fótfestu þar sem land hefur skemmst í skriðum, áraurum, eða einhverju slíku, ásamt auðvitað lúpínu og fleiri köfnunarefnissmitandi jurtum. Svo koma hinar tegundirnar á eftir þegar búið er að bæta jarðveginn. Elri er þannig eins og nokkurs konar köfnunarefnis- eða áburðarverksmiðja." Hreinn segir að fjöldi tegunda elris séu til, svo sem sitkaelri, gráelri, blæelri, kjarrelri og fleiri til. "Margar þessara tegunda þrífast vel hér og getur farið inn á rýrt land. Þær þrífast samt best þar sem grunnvatn er hátt. Á mjög þurrum melum eiga þær oft erfitt fyrstu árin. Á slíkum svæðum er lúpínan seigari," segir Hreinn, en telur að elri kunni að henta betur en lúpína á stöðum á borð við Skógasand þar sem settar voru upp stíflur og stutt er niður í vatn. Hreinn telur tæpast að útbreiðsla elris geti orðið jafn mikil og lúpínu, því elrið beri litla köngla sem borist geti með vindi um lengri veg, meðan lúpínan fari stutt og dreifi sér með vatni eða slíku. "Elri er hins vegar ekki mikið gróðursett, enn sem komið er. Það hefur gengið erfiðlega að rækta þetta vegna vandamála sem upp hafa komið við að smita ræturnar bakteríunni. En ef fólk vill ekki fá lúpínuna inn getur það svo sem prófað elri, haustlitirnir eru svona gulleitir, svipaðir og hjá birkinu," segir Hreinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira