Innlent

Enn lítið af rjúpu

Uppsveifla hefur orðið í rjúpnastofninum samkvæmt rjúpnatalningu á vegum Náttúrfræðistofnunar Íslands í vor. Mat Náttúrufræðistofnunar er að ekki sé hægt að hverfa frá ákvörðun um þriggja ára veiðibann að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Uppsveifla á stofninum var hafin í fyrravor á friðaða svæðinu á Suðvesturlandi en eftir að veiðibannið var sett gætir uppsveiflu í nær öllum landshlutum. Þá segir að búast megi við áframhaldandi vexti stofnsins næstu þrjú til fjögur árin. Vöxturinn er í samræmi við væntingar sem gerðar voru til friðunaraðgerða. Þrátt fyrir vöxtinn er enn tiltölulega lítið af rjúpu í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×