Innlent

Skoða þarf svigrúmið

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telur lækkun virðisaukaskatts eina leið til þess að bregðast við aukinni verðbólgu. "Sumir hagfræðingar hafa reyndar haldið því fram að óráðlegt sé að grípa til skattalækkana þegar hitinn er sem mestur í hagkerfinu þar sem hún muni ýta undir þensluna," segir Hjálmar. "Þessu eru þó ekki allir sammála." Hjálmar segir þó ljóst að stjórnarflokkarnir hyggist lækka skatta og skoða þurfi hvaða svigrúm gefist til þess. "Jafnframt þarf að hafa í huga að eftir því sem skattar eru lækkaðir minnka tekjur ríkissjóðs og þar með svigrúmið til þess að standa undir velferðarkerfinu," segir Hjálmar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×