Innlent

Eimskip kaupir tvö frystiskip

Eimskipafélag Íslands hefur gert samninga um smíði tveggja frystiskipa og er kaupverð þeirra samtals um tveir milljarðar króna. Skipin verða smíðuð í Noregi og afhent haustið 2005 og í júní 2006, en stefnt er að því að þau verði í vikulegum áætlanasiglingum milli Noregs, Bretlands og Íslands. Forstöðumaður kæli- og frystiskipaþjónustu Eimskips mun í kjölfarið flytja til Noregs en viðskiptavinir á Íslandi geta enn sótt þjónustu sína til Eimskips á Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×