Innlent

Eldur í nýbyggingu

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að nýbyggingu Háskólans á Akureyri við Sólborg rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld. Eldurinn kom upp þegar kviknaði í þakdúk í turni rannsóknarhúss og steig mikill reykur frá byggingunni. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, rektors Háskólans á Akureyri, voru skemmdir minni en ætlað var í fyrstu en aðallega urðu skemmdir á gleri. Búið var að ráða niðurlögum eldsins fyrir klukkan tíu. Áætlað er að taka nýja húsnæðið í notkun þann 1. október næstkomandi og er ekki talið að eldsvoðinn breyti neinu þar um, að sögn Þorsteins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×