Valdamikill og pólitískur 12. júní 2004 00:01 Forysta Sjálfstæðisflokksins taldi árið 1952, að forseti Íslands væri pólitískt embætti sem á vissum örlagaríkum tímum veitti meira vald til en nokkru sinni hefði verið á eins manns hendi. Þetta kom fram í erindi Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, á málþinginu í gær. Vísaði Svanur til bréfs sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein skrifuðu fyrir forsetakosningarnar árið 1952. Svanur fjallaði um Svein Björnsson: "Þegar forsetatíð hans lauk var öllum ljóst að þarna var komið til nýtt og valdamikið, pólitískt embætti sem Sveinn hafði unnið að og taldi og að forsetinn ætti að beita stjórnarskrárbundnum völdum sínum." Svanur benti líka á hversu virkur Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í sinni forsetatíð; hann hafi til dæmis treyst tengslin við Bandaríkin, þrátt fyrir andstöðu við það á þingi og hann gegndi lykilhlutverki við myndun Viðreisnarstjórnar árið 1959. Þá hafnaði Svanur því að Kristján Eldjárn hafi ekki beitt sér á pólitískan hátt. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði um hugmyndir Kristjáns Eldjárn um embættið og sagði hann hafa talið að forsetinn ætti að skipta sér sem minnst af pólitískum átökum. Það hafi þó reynst erfitt vegna tíðrar stjórnarkreppu á áttunda áratugnum. Til marks um það undirbjó Kristján þrisvar sinnum myndun utanþingsstjórnar og það vakti mikinn ágreining þegar Kristján veitti Lúðvík Jósefssyni umboð til stjórnarmyndunar árið 1978. Guðni sagði að við stjórnarmyndun væri vald forsetans hugsanlega hvað mest; þá yrði forsetinn að meta vald sitt til og það mat hlyti að vera pólitískt. Einnig fullyrti hann að "þegar hugmyndir Kristjáns um pólitískt hlutverk forseta Íslands eru bornar saman við skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar, er ljóst að sjónarmið Kristjáns var annað." Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, fjallaði um umfjöllun um fjölmiðlalögin og atburðarás síðastliðnar vikur. Taldi hann að ímynd forsetaembættisins hefði breyst í augum þeirra kynslóða sem ólust upp í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur. Þá mótmælti Sveinn þeirri fullyrðingu að einhliða umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á afstöðu fólks. Kristján Eldjárn Sveinn Björnsson Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins taldi árið 1952, að forseti Íslands væri pólitískt embætti sem á vissum örlagaríkum tímum veitti meira vald til en nokkru sinni hefði verið á eins manns hendi. Þetta kom fram í erindi Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, á málþinginu í gær. Vísaði Svanur til bréfs sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein skrifuðu fyrir forsetakosningarnar árið 1952. Svanur fjallaði um Svein Björnsson: "Þegar forsetatíð hans lauk var öllum ljóst að þarna var komið til nýtt og valdamikið, pólitískt embætti sem Sveinn hafði unnið að og taldi og að forsetinn ætti að beita stjórnarskrárbundnum völdum sínum." Svanur benti líka á hversu virkur Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í sinni forsetatíð; hann hafi til dæmis treyst tengslin við Bandaríkin, þrátt fyrir andstöðu við það á þingi og hann gegndi lykilhlutverki við myndun Viðreisnarstjórnar árið 1959. Þá hafnaði Svanur því að Kristján Eldjárn hafi ekki beitt sér á pólitískan hátt. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði um hugmyndir Kristjáns Eldjárn um embættið og sagði hann hafa talið að forsetinn ætti að skipta sér sem minnst af pólitískum átökum. Það hafi þó reynst erfitt vegna tíðrar stjórnarkreppu á áttunda áratugnum. Til marks um það undirbjó Kristján þrisvar sinnum myndun utanþingsstjórnar og það vakti mikinn ágreining þegar Kristján veitti Lúðvík Jósefssyni umboð til stjórnarmyndunar árið 1978. Guðni sagði að við stjórnarmyndun væri vald forsetans hugsanlega hvað mest; þá yrði forsetinn að meta vald sitt til og það mat hlyti að vera pólitískt. Einnig fullyrti hann að "þegar hugmyndir Kristjáns um pólitískt hlutverk forseta Íslands eru bornar saman við skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar, er ljóst að sjónarmið Kristjáns var annað." Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, fjallaði um umfjöllun um fjölmiðlalögin og atburðarás síðastliðnar vikur. Taldi hann að ímynd forsetaembættisins hefði breyst í augum þeirra kynslóða sem ólust upp í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur. Þá mótmælti Sveinn þeirri fullyrðingu að einhliða umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á afstöðu fólks.
Kristján Eldjárn Sveinn Björnsson Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira