Innlent

Málið þingfest

Mál manns um þrítugt á Patreksfirði, sem ákærður hefur verið fyrir meint kynferðisbrot gegn sjö drengjum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í gær. Ráðgert er að þinghald hefjist eftir dómshlé í ágúst. Brot mannsins eru talin varða við 202. gr. almennra hegningarlaga. Brot gegn fimm drengjanna eru talin varða við 1. mgr. laganna, en þar segir, að hver sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skuli sæta fangelsi allt að 12 árum. Brot mannsins gegn tveim drengjanna eru talin varða við 2. mgr. laganna. Þar segir að önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greint sé á um í 1. mgr. varði allt að fjögurra ára fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×