Innlent

Styrkir stjórnina

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur að Íraksályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verði til þess styrkja írösku bráðabirgðastjórnina og segir miklu skipta að ályktunin var samþykkt með atkvæðum allra ríkjanna sem eiga sæti í öryggisráðinu. Halldór segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær að ályktunin feli Sameinuðu þjóðunum lykilhlutverk í aðstoð við Íraka við að koma á lögmætri fulltrúastjórn í Írak. Hann telur einnig miklu skipta að fjölþjóðlega herliðið fái umboð Íraka og Sameinuðu þjóðanna til öryggisgæslu í Írak og tryggi þannig nauðsynlegan stöðugleika til ársloka 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×