Innlent

Verjandi fær að sjá gögn

Lögreglustjóranum í Reykjavík hefur verið gert að veita verjanda eins þriggja útlendinga sem eru í haldi lögreglu aðgang að rannsóknargögnum málsins. Hæstiréttur komst að þessari niðurstöðu í gær og sneri þar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur við. Mennirnir komu hingað til lands í byrjun maí og framvísuðu fölsuðum vegabréfum við komuna. Þeir voru handteknir um þremur vikum síðar og hefur verið gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 16. júní. Fjórði maðurinn var handtekinn skömmu síðar grunaður um að hafa skipulagt ólöglega komu mannanna þriggja til landsins í hagnaðarskyni. Hann situr í gæsluvarðhaldi til 18. júní en rannsókn á fjárhagslegum umsvifum hans erlendis stendur yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×