Innlent

Toppeinkunn staðfest

Matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest hæstu lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland. Einkunnin er Aaa/P1 og segir Moody's að hún byggist á aukinni fjölbreytni íslenska hagkerfisins og sveigjanleika þess. Sérfræðingar Moody's leggja áherslu á að ríkisstjórnin hafi sett sér markmið um að beita aðhaldsamri stefnu í ríkisfjármálum. Matsfyrirtækið er fremur bjartsýnt á að staðið verði við fyrirheit um aðhald í ríkisrekstrinum. Hættur eru fyrir hendi í hagkerfinu að mati Moody's og gætu efnahagsaðstæður versnað til muna ef til kæmi lækkun á gengi krónunnar eða óvænt og kröpp efnahagslægð. Í ljósi þess sé brýnt að halda áfram að lengja lánstíma erlendra lána þjóðarbúsins. Þá áréttar fyrirtækið að aðhalds verð gætt við stjórn efnahags- og peningamála. Án slíks er hætta á að eftir uppsveiflu verði aðlögun hagkerfisins harkalegri en hún varð á árunum 2001 og 2002. Moody's telur hins vegar að hagkerfið hafi reynst sveigjanlegt þá í viðbrögðum sínum og að forsendur séu fyrir því að jafnmjúk aðlögun geti endurtekið sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×