Innlent

Bónusinn aflagður

Tryggingamiðstöðin tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að leggja niður bónuskerfi í bílatryggingum. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar deildarstjóra er núverandi kerfi ónýtt og því bregður TM á þetta ráð. Iðgjaldsskráin breytist þess í stað og lækkar skyldutryggingin um 75 prósent, eða um það sem bónusnum nemur. Í stað þess verður tekið upp sérstakt iðgjaldsálag, sem er fimmtán þúsund krónur fyrir hvert tjón hærra en fimmtíu þúsund krónur. Einnig verður aldursflokkaskipting bílatrygginga afnumin. "Markmið breytinganna er að einfalda bílatryggingakerfið á Íslandi og færa það nær raunveruleikanum," segir Guðmundur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×