Innlent

Múraður úti

Íbúar fjögurra íbúða fjölbýlishúss við Spítalastíg hafa fengið dómsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur vegna áralangra deilna um eignaraðlid á forstofu. Árið 1994 keypti stefnandi íbúð í húsinu með leyfi til að færa vegg í forstofunni um hálfan metra og stúka svæði íbúðarinnar af. Það gerði hann og vildu aðrir íbúar ekki við það una þar sem ekkert í kaupsamningum þeirra kvað á um leyfið. Íbúar sem samnýttu forstofuna ákváðu að taka málin í sínar hendur. Tóku þeir niður vegginn og reistu nýjan án dyra og skiptu um læsingar svo stefnandi komst ekki inn í íbúðina um forstofu hússins. Þeim er nú gert að taka niður vegginn og stefnandi má reisa gamla vegginn aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×