Dansað í eldhúsinu 4. ágúst 2004 00:01 "Uppáhaldsstaðurinn minn í íbúðinni er eldhúsið. Það er bjart og stórt og hér er mikið eldað, bæði af mér og öðrum og drukkið rauðvín. Svo er það skrifstofa Kramhússins líka og hér sitjum við kennararnir og spjöllum saman um Kramhúsið og hvað er á döfinni hjá okkur og hér fæðast og þróast hugmyndir sem tengjast Kramhúsinu," segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. "Nú eurm við til dæmis að undirbúa fjögurra daga Tangóhátíð Kramhússins sem er í lok ágúst. Hingað koma fjórir tangókennarar frá Buenos Aires og átta manna tangósveit leikur undir og þessi hugmynd fæddist og þróaðist hér inni í eldhúsi." Eldhúsið hennar Hafdísar er fullt af skemmtilegum munum og gripum. "Það ægir öllu saman hér og erfitt að taka eitthvað eitt fram yfir annað. Þó verð ég að telja til sérstakra uppáhaldsmuna gamla pólska harmonikku sem mér var gefin þegar ég fór til Póllands að heimsækja son minn sem þar var í námi. Ég eldaði mat handa skólabræðrum hans og einn þeirra var svo þakklátur að hann gaf mér harmonikkuna. Þar sem hún er matarlaun finnst mér hún eiga heima í eldhúsinu og gestir mínir grípa iðulega í hana og spila. Í eldhúsinu hef ég líka hljóðfæri frá Kúbu og þegar Kramhúsfólk er í stuði og fundirnir okkar verða sérlega spennandi er eldhúsborðinu oft skellt út í vegg og slegið upp dansleik. Á veggjunum hanga tvær myndir sem ég held mikið upp á. Þær eru málaðar af listakonu frá Akureyri sem hét Kata og er löngu dáin. Hún byrjaði að mála 85 ára gömul og þær myndir eru alveg sérstakar. Ég er búin að eiga þetta eldhús í tíu ár og það er íverustaður allra sem hingað koma eins og eldhús eiga að vera. " brynhildurb@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
"Uppáhaldsstaðurinn minn í íbúðinni er eldhúsið. Það er bjart og stórt og hér er mikið eldað, bæði af mér og öðrum og drukkið rauðvín. Svo er það skrifstofa Kramhússins líka og hér sitjum við kennararnir og spjöllum saman um Kramhúsið og hvað er á döfinni hjá okkur og hér fæðast og þróast hugmyndir sem tengjast Kramhúsinu," segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. "Nú eurm við til dæmis að undirbúa fjögurra daga Tangóhátíð Kramhússins sem er í lok ágúst. Hingað koma fjórir tangókennarar frá Buenos Aires og átta manna tangósveit leikur undir og þessi hugmynd fæddist og þróaðist hér inni í eldhúsi." Eldhúsið hennar Hafdísar er fullt af skemmtilegum munum og gripum. "Það ægir öllu saman hér og erfitt að taka eitthvað eitt fram yfir annað. Þó verð ég að telja til sérstakra uppáhaldsmuna gamla pólska harmonikku sem mér var gefin þegar ég fór til Póllands að heimsækja son minn sem þar var í námi. Ég eldaði mat handa skólabræðrum hans og einn þeirra var svo þakklátur að hann gaf mér harmonikkuna. Þar sem hún er matarlaun finnst mér hún eiga heima í eldhúsinu og gestir mínir grípa iðulega í hana og spila. Í eldhúsinu hef ég líka hljóðfæri frá Kúbu og þegar Kramhúsfólk er í stuði og fundirnir okkar verða sérlega spennandi er eldhúsborðinu oft skellt út í vegg og slegið upp dansleik. Á veggjunum hanga tvær myndir sem ég held mikið upp á. Þær eru málaðar af listakonu frá Akureyri sem hét Kata og er löngu dáin. Hún byrjaði að mála 85 ára gömul og þær myndir eru alveg sérstakar. Ég er búin að eiga þetta eldhús í tíu ár og það er íverustaður allra sem hingað koma eins og eldhús eiga að vera. " brynhildurb@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira