Gríðarlegur fjöldi á útifundi 8. júlí 2004 00:01 Fjöldi fólks mótmælti á útifundi í dag þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Kröftug steming var á útifundi Þjóðarhreyfingarinnar. Hann hófst við Austurvöll og þrátt fyrir skamman aðdraganda dreif mikinn fjölda að um hálfeitt leytið og var bekkurinn þétt skipaður út í næstu hliðargötur. Ávörp fluttu Hans Kristján Árnason, Örn Bárður Jónsson og Ólafur Hannibalsson sem las upp ályktun fundarins. Hún er á þá leið mótmælt sé harðlega þeirri fyrirætlan að Alþingi nemi úr gildi lög þau er, fyrir atbeini forseta Íslands, hafði verið skotið í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðageiðslu og lögleiði jafnharðan, nær óbreytt, efnisatriði hinni fyrri laga í því skyni einu að koma í veg fyrir að þjóðin kveði upp sinn dóm um þessi lög.. Að því sögðu var gengið yfir til Stjórnarráðsins til að afhenda fulltrúum ríkisstjórnarinnar yfirlýsingu fundarins. Um tíma var þétt þvaga, allt frá Stjórnarráðinu og inn Austurstrætið, að Pósthússtræti. Davíð Oddsson er ekki kominn aftur frá Washington og Halldór Ásgrímsson var einnig fjarverandi í dag. Því var spurning hver gæti tekið við mótmælum fundarins. Forsvarsmönnum Þjóðarhreyfingarinnar var sagt að enginn starfsmaður væri í húsinu en því svaraði mannnfjöldinn með bauli. Vaktmaður lögreglunnar tók þá við ályktun fundarins með það fyrir augum að koma henni til skila. Ólafur Hannibalsson, einn forsvarsmanna Þjóðarhreyfingarinnar, var mjög ánægður með þátttökuna á fundinum. Hann segir það hafa sýnt sig að undanförnu að aðgerðir hreyfingarinnar hafi áhrif að lokum. Hægt er að horfa á fréttina á Veftíví-síðunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Fjöldi fólks mótmælti á útifundi í dag þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Kröftug steming var á útifundi Þjóðarhreyfingarinnar. Hann hófst við Austurvöll og þrátt fyrir skamman aðdraganda dreif mikinn fjölda að um hálfeitt leytið og var bekkurinn þétt skipaður út í næstu hliðargötur. Ávörp fluttu Hans Kristján Árnason, Örn Bárður Jónsson og Ólafur Hannibalsson sem las upp ályktun fundarins. Hún er á þá leið mótmælt sé harðlega þeirri fyrirætlan að Alþingi nemi úr gildi lög þau er, fyrir atbeini forseta Íslands, hafði verið skotið í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðageiðslu og lögleiði jafnharðan, nær óbreytt, efnisatriði hinni fyrri laga í því skyni einu að koma í veg fyrir að þjóðin kveði upp sinn dóm um þessi lög.. Að því sögðu var gengið yfir til Stjórnarráðsins til að afhenda fulltrúum ríkisstjórnarinnar yfirlýsingu fundarins. Um tíma var þétt þvaga, allt frá Stjórnarráðinu og inn Austurstrætið, að Pósthússtræti. Davíð Oddsson er ekki kominn aftur frá Washington og Halldór Ásgrímsson var einnig fjarverandi í dag. Því var spurning hver gæti tekið við mótmælum fundarins. Forsvarsmönnum Þjóðarhreyfingarinnar var sagt að enginn starfsmaður væri í húsinu en því svaraði mannnfjöldinn með bauli. Vaktmaður lögreglunnar tók þá við ályktun fundarins með það fyrir augum að koma henni til skila. Ólafur Hannibalsson, einn forsvarsmanna Þjóðarhreyfingarinnar, var mjög ánægður með þátttökuna á fundinum. Hann segir það hafa sýnt sig að undanförnu að aðgerðir hreyfingarinnar hafi áhrif að lokum. Hægt er að horfa á fréttina á Veftíví-síðunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira