Ósátt innnan allsherjarnefndar 8. júlí 2004 00:01 Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tóku sæti í allsherjarnefnd Alþingis þegar nefndin kom saman á fyrsta fundi sumarþings í morgun. Tveimur málum var vísað til allsherjarnefndar í gær: fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og frumvarpi stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að meginverkefni nefndarinnar verði að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið og að því verði gefinn góður tími til afgreiðslu. Hann segir stjórnarfrumvarpið vera fyrsta mál á dagskrá. Aðspurður hvort sérfræðingar verði kallaðir á fund nefndarinnar eða hvort frumvarpið verði sent til umsagnar segist Bjarni halda að „hvort tveggja sé augljóst.“ Hann áætlar að vinna nefndarinnar taki a.m.k. viku en það fari þó allt eftir því hve mikil eining sé innan nefndarinnar um vinnubrögð. Fátt bendir til að einhugur muni ríkja um vinnubrögð nefndarinnar því stjórnarandstaðan sér málið í allt öðru ljósi. Brýnasta verkefni nefndarinnar sé ekki fjölmiðlafrumvarpið sjálft heldur að fá úr því skorið hvort hægt sé að breyta fjölmiðlalögunum og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti boðaði til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir forsætisráðherra hafa bent á að búið væri að fara vel yfir málið en Össuri finnst stjórnskipunarlegur ferill málsins vera óljós og tvíbentur. Því muni stjórnarandstaðan leggja mesta áherslu á þann þátt málsins, a.m.k. til að byrja með, og óska eftir því að fá sérfræðinga til liðs við nefndina til „að kveða upp úr með hvað má og hvað má ekki,“ segir Össur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir alveg ljóst að fyrst þurfi að fá á hreint hvort sú „aðferðafræði“, sem beitt hafi verið í málinu, standist. Það hafi ekki mikið upp á sig að fara að ræða efnisatriðin að öðru leyti fyrr en menn séu komnir með fast land undir fætur í þeim efnum. Hægt er að hlusta á fréttina, sem inniheldur viðtöl við Bjarna, Össur og Steingrím sem tekin voru í morgun, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tóku sæti í allsherjarnefnd Alþingis þegar nefndin kom saman á fyrsta fundi sumarþings í morgun. Tveimur málum var vísað til allsherjarnefndar í gær: fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og frumvarpi stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að meginverkefni nefndarinnar verði að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið og að því verði gefinn góður tími til afgreiðslu. Hann segir stjórnarfrumvarpið vera fyrsta mál á dagskrá. Aðspurður hvort sérfræðingar verði kallaðir á fund nefndarinnar eða hvort frumvarpið verði sent til umsagnar segist Bjarni halda að „hvort tveggja sé augljóst.“ Hann áætlar að vinna nefndarinnar taki a.m.k. viku en það fari þó allt eftir því hve mikil eining sé innan nefndarinnar um vinnubrögð. Fátt bendir til að einhugur muni ríkja um vinnubrögð nefndarinnar því stjórnarandstaðan sér málið í allt öðru ljósi. Brýnasta verkefni nefndarinnar sé ekki fjölmiðlafrumvarpið sjálft heldur að fá úr því skorið hvort hægt sé að breyta fjölmiðlalögunum og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti boðaði til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir forsætisráðherra hafa bent á að búið væri að fara vel yfir málið en Össuri finnst stjórnskipunarlegur ferill málsins vera óljós og tvíbentur. Því muni stjórnarandstaðan leggja mesta áherslu á þann þátt málsins, a.m.k. til að byrja með, og óska eftir því að fá sérfræðinga til liðs við nefndina til „að kveða upp úr með hvað má og hvað má ekki,“ segir Össur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir alveg ljóst að fyrst þurfi að fá á hreint hvort sú „aðferðafræði“, sem beitt hafi verið í málinu, standist. Það hafi ekki mikið upp á sig að fara að ræða efnisatriðin að öðru leyti fyrr en menn séu komnir með fast land undir fætur í þeim efnum. Hægt er að hlusta á fréttina, sem inniheldur viðtöl við Bjarna, Össur og Steingrím sem tekin voru í morgun, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira