Edwards vinælasta varaforsetaefnið 30. júní 2004 00:01 Fjórir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. George W. Bush og John Kerry eru nánast hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum. Mikið veltur á vali frambjóðendanna á varaforsetaefni. Rúmlega sjötíu prósent aðspurðra í könnun CNN, USA Today og Gallup vildu fá Edwards sem varaforsetaefni en næstur kom fulltrúadeildarþingmaður Dick Gephardt með 64% fylgi. Landsþing Demókrataflokksins verður haldið í Boston í júlílok og þar mun John Kerry formlega taka við útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi. Eigi síðar en þá mun verða ljóst hver verður varaforsetaefni Kerrys. Þeir Edwards og Gephardt sóttust báðir eftir útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum síðastliðinn vetur og veitti Edwards Kerry harða keppni lengst af. Kerry hefur verið fámáll um val sitt á varaforsetaefni en þeir Edwards munu hafa átt einkafund um málið í Washington í síðustu viku. Forsetakosningar verða haldnar vestanhafs laugardaginn 6. nóvember og allt útlit er fyrir að þær verði álíka tvísýnar og kosningarnar fyrir fjórum árum er George W. Bush bar sigurorð af Al Gore. Samkvæmt nýjustu fylgiskönnunum eru þeir Bush og Kerry nánast hnífjafnir meðal þeirra sem líklegir eru til að kjósa. Mælist Bush nú með 49 prósenta fylgi en Kerry 48 prósent. Framboð neytendafrömuðarins Ralphs Nader virðist taka fylgi frá báðum frambjóðendum, þótt fréttaskýrendur séu flestir á einu máli um að framboð hans bitni meira á Kerry. Á síðustu vikum hefur Kerry náð nokkru forskoti á Bush þegar kemur að persónulegum vinsældum. Nú segjast 58 prósent kunna vel við Kerry en vinsældir Bush hafa dvínað verulega að undanförnu og segjast 53 prósent kunna vel við hann. Utanríkismál hafa sjaldan skipt verulegu máli í forsetakosningum í Bandaríkjunum en vegna baráttunnar gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og stríðsins í Írak er talið að utanríkismál muni hafa meira vægi en oft áður. Sex af hverjum tíu segjast treysta Kerry sem yfirmanni bandaríska heraflans en samanburðurinn við Bush er Kerry þó óhagstæður, því 51 prósent treystir Bush betur á meðan 43 prósent treysta Kerry betur en Bush. Þátttakendur í skoðanakönnunum telja að Kerry muni hafa betri stjórn á efnahagsmálum en Bush og nýtur Kerry þar trausts 53 prósenta á meðan einungis 40 prósent treysta forsetanum í þeim efnum. Þessi mikli munur er sérstaklega athyglisverður í ljósi þess að flestir kjósendur segjast leggja mesta áherslu á efnahagsmálin þegar kemur að vali forsetaefnis. Í ljósi þess hve mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í skoðanakönnunum mun val þeirra á varaforseta skipta verulega miklu máli. Kerry þarf nauðsynlega að bæta stöðu sína meðal hvítra Suðurríkjamanna, sem hafa stutt demókrata lengst af þrátt fyrir landlæga íhaldssemi. Bush tókst vel upp á þessum slóðum í síðustu kosningum, þar sem Al Gore þótt of frjálslyndur fyrir þennan kjósendahóp. Það sem talið er vinna á móti Kerry við að ná þessum hópi er að hann er frjálslyndur yfirstéttardemókrati frá Nýja-Englandi, eins og Michael Dukakis sem keppti við George Bush eldri árið 1988 og tapaði. Suðurríkjamaðurinn John Edwards nýtur hins vegar mikil fylgis í Suðurríkjunum og hafði í sumum ríkjunum meira fylgi en Kerry í forkosningunum. Segja má að baráttan um forsetaembættið milli Bush og Kerrys hefjist af fullum þunga að loknu landsþingi Demókrataflokksins sem hefst í Boston 26. júlí. Kerry hefur tuttugu og sex daga til að velja sér varaforsetaefni. Á því vali kann að velta hvort hann verður 44. forseti Bandaríkjanna. Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum nýtur öldungadeildarþingmaðurinn John Edwards mestrar hylli sem varaforsetaefni Johns Kerry, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum, sem fram fara í nóvember. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Fjórir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. George W. Bush og John Kerry eru nánast hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum. Mikið veltur á vali frambjóðendanna á varaforsetaefni. Rúmlega sjötíu prósent aðspurðra í könnun CNN, USA Today og Gallup vildu fá Edwards sem varaforsetaefni en næstur kom fulltrúadeildarþingmaður Dick Gephardt með 64% fylgi. Landsþing Demókrataflokksins verður haldið í Boston í júlílok og þar mun John Kerry formlega taka við útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi. Eigi síðar en þá mun verða ljóst hver verður varaforsetaefni Kerrys. Þeir Edwards og Gephardt sóttust báðir eftir útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum síðastliðinn vetur og veitti Edwards Kerry harða keppni lengst af. Kerry hefur verið fámáll um val sitt á varaforsetaefni en þeir Edwards munu hafa átt einkafund um málið í Washington í síðustu viku. Forsetakosningar verða haldnar vestanhafs laugardaginn 6. nóvember og allt útlit er fyrir að þær verði álíka tvísýnar og kosningarnar fyrir fjórum árum er George W. Bush bar sigurorð af Al Gore. Samkvæmt nýjustu fylgiskönnunum eru þeir Bush og Kerry nánast hnífjafnir meðal þeirra sem líklegir eru til að kjósa. Mælist Bush nú með 49 prósenta fylgi en Kerry 48 prósent. Framboð neytendafrömuðarins Ralphs Nader virðist taka fylgi frá báðum frambjóðendum, þótt fréttaskýrendur séu flestir á einu máli um að framboð hans bitni meira á Kerry. Á síðustu vikum hefur Kerry náð nokkru forskoti á Bush þegar kemur að persónulegum vinsældum. Nú segjast 58 prósent kunna vel við Kerry en vinsældir Bush hafa dvínað verulega að undanförnu og segjast 53 prósent kunna vel við hann. Utanríkismál hafa sjaldan skipt verulegu máli í forsetakosningum í Bandaríkjunum en vegna baráttunnar gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og stríðsins í Írak er talið að utanríkismál muni hafa meira vægi en oft áður. Sex af hverjum tíu segjast treysta Kerry sem yfirmanni bandaríska heraflans en samanburðurinn við Bush er Kerry þó óhagstæður, því 51 prósent treystir Bush betur á meðan 43 prósent treysta Kerry betur en Bush. Þátttakendur í skoðanakönnunum telja að Kerry muni hafa betri stjórn á efnahagsmálum en Bush og nýtur Kerry þar trausts 53 prósenta á meðan einungis 40 prósent treysta forsetanum í þeim efnum. Þessi mikli munur er sérstaklega athyglisverður í ljósi þess að flestir kjósendur segjast leggja mesta áherslu á efnahagsmálin þegar kemur að vali forsetaefnis. Í ljósi þess hve mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í skoðanakönnunum mun val þeirra á varaforseta skipta verulega miklu máli. Kerry þarf nauðsynlega að bæta stöðu sína meðal hvítra Suðurríkjamanna, sem hafa stutt demókrata lengst af þrátt fyrir landlæga íhaldssemi. Bush tókst vel upp á þessum slóðum í síðustu kosningum, þar sem Al Gore þótt of frjálslyndur fyrir þennan kjósendahóp. Það sem talið er vinna á móti Kerry við að ná þessum hópi er að hann er frjálslyndur yfirstéttardemókrati frá Nýja-Englandi, eins og Michael Dukakis sem keppti við George Bush eldri árið 1988 og tapaði. Suðurríkjamaðurinn John Edwards nýtur hins vegar mikil fylgis í Suðurríkjunum og hafði í sumum ríkjunum meira fylgi en Kerry í forkosningunum. Segja má að baráttan um forsetaembættið milli Bush og Kerrys hefjist af fullum þunga að loknu landsþingi Demókrataflokksins sem hefst í Boston 26. júlí. Kerry hefur tuttugu og sex daga til að velja sér varaforsetaefni. Á því vali kann að velta hvort hann verður 44. forseti Bandaríkjanna. Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum nýtur öldungadeildarþingmaðurinn John Edwards mestrar hylli sem varaforsetaefni Johns Kerry, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum, sem fram fara í nóvember.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira