
Innlent
Siðanefnd fundar vegna Hannesar
Siðanefnd Háskóla Íslands kom saman í morgun til að ræða kæru aðstandenda Halldórs Laxness vegna fyrsta bindis ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Nóbelsskáldið. Hannes er sakaður um brot á höfundarréttarlögum og siðareglum Háskóla Íslands við ritun bókarinnar. Lögmaður Hannesar vill að siðanefnd vísi málinu frá. Lögmenn beggja aðila komu fyrir Siðanefndina í morgun og segir formaður hennar að tekin verði afstaða til frávísunarkröfunnar fyrir lok þessa mánaðar.