Kópavogur braut eigin reglur 22. október 2004 00:01 Byggingarfélagið Viðar ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 30 íbúða fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar þrátt fyrir að hafa verið stofnað aðeins tveimur mánuðum áður. Fjöldi byggingafyrirtækja sótti um lóðina og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru byggingaverktakar mjög ósáttir við vinnubrögð bæjaryfirvalda og telja þeir úthlutunina vera brot á reglum um úthlutun á byggingarétti. Í þriðju grein reglnanna kemur skýrt fram að meta eigi umsóknir með tilliti til upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda og fyrri byggingarverkefni. Þá er fyrirtækjum gert að leggja fram endurskoðaðan ársreikning síðasta árs, sem vandséð er hvernig Byggingarfélagið Viðar hefur getað gert. Samkvæmt lögfræðingum sem Fréttablaðið ræddi við virðist skýrt að Kópavogsbær er að brjóta eigin reglur um úthlutun á byggingarétti. Þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikningi vaknar einnig spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Byggingarfélagið var stofnað í desember í fyrra og fékk byggingaréttinum úthlutað 26. febrúar. Í reglum um úthlutun á byggingarétti segir að óheimilt sé að framselja byggingarétt áður en hús sé fokhelt. Heimildir blaðsins herma að eftir að fyrirtækið fékk byggingaréttinum úthlutað hafi eigendurnir boðið nokkrum aðilum fyrirtækið sjálft til sölu með byggingaréttinum enda er ekkert í lögum sem bannar það. Fyrirtækið var síðan selt hæstbjóðanda og skipti um eigendur í apríl. Talið er að eigendur Byggingarfélagsins Viðars ehf. hafi hagnast um tugi milljóna króna á sölu fjögurra mánaða gamals fyrirtækis. Hagnaðinn má að langstærstum hluta eða nær eingöngu rekja til byggingaréttarins í Ásakórum, sem bæjarfulltrúar í Kópavogi úthlutuðu fyrirtækinu. Þegar Fréttablaðið bar dæmið undir borgarfulltrúa í Reykjavík urðu þeir forviða og sögðu þetta skýrt brot á reglum. Aldrei hefði komið til greina að úthluta tveggja mánaða gömlu fyrirtæki fjölbýlishúsalóð í borginni. Í Reykjavík eru lóðir boðnar út en í Kópavogi er þeim úthlutað af pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Byggingarfélagið Viðar ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 30 íbúða fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar þrátt fyrir að hafa verið stofnað aðeins tveimur mánuðum áður. Fjöldi byggingafyrirtækja sótti um lóðina og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru byggingaverktakar mjög ósáttir við vinnubrögð bæjaryfirvalda og telja þeir úthlutunina vera brot á reglum um úthlutun á byggingarétti. Í þriðju grein reglnanna kemur skýrt fram að meta eigi umsóknir með tilliti til upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda og fyrri byggingarverkefni. Þá er fyrirtækjum gert að leggja fram endurskoðaðan ársreikning síðasta árs, sem vandséð er hvernig Byggingarfélagið Viðar hefur getað gert. Samkvæmt lögfræðingum sem Fréttablaðið ræddi við virðist skýrt að Kópavogsbær er að brjóta eigin reglur um úthlutun á byggingarétti. Þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikningi vaknar einnig spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Byggingarfélagið var stofnað í desember í fyrra og fékk byggingaréttinum úthlutað 26. febrúar. Í reglum um úthlutun á byggingarétti segir að óheimilt sé að framselja byggingarétt áður en hús sé fokhelt. Heimildir blaðsins herma að eftir að fyrirtækið fékk byggingaréttinum úthlutað hafi eigendurnir boðið nokkrum aðilum fyrirtækið sjálft til sölu með byggingaréttinum enda er ekkert í lögum sem bannar það. Fyrirtækið var síðan selt hæstbjóðanda og skipti um eigendur í apríl. Talið er að eigendur Byggingarfélagsins Viðars ehf. hafi hagnast um tugi milljóna króna á sölu fjögurra mánaða gamals fyrirtækis. Hagnaðinn má að langstærstum hluta eða nær eingöngu rekja til byggingaréttarins í Ásakórum, sem bæjarfulltrúar í Kópavogi úthlutuðu fyrirtækinu. Þegar Fréttablaðið bar dæmið undir borgarfulltrúa í Reykjavík urðu þeir forviða og sögðu þetta skýrt brot á reglum. Aldrei hefði komið til greina að úthluta tveggja mánaða gömlu fyrirtæki fjölbýlishúsalóð í borginni. Í Reykjavík eru lóðir boðnar út en í Kópavogi er þeim úthlutað af pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira