Innlent

Blandaðist í gjaldþrotið

"Þegar hringt er í verslunina svarar skiptastjóri Véla og þjónustu þannig að gjaldþrot þeirra hefur komið illa við okkur," segir Róbert Schmidt, verslunarstjóri sportbúðarinnar Títan. Róbert segir sportbúðina hafa verið keypta af Vélum og þjónustu í desember síðastliðinum. Þeir hafi haldið sömu símanúmerum en þau tilheyrðu númeraseríu hjá Vélum og þjónustu og þegar fyrirtækið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipa var öllum símanúmerunum lokað án fyrirvara. Róbert segir verslunina hafa því verið símasambandslausa síðustu tvo daga en sé nú kominn með nýtt símanúmer, 580 0280.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×